en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40571

Title: 
  • Title is in Spanish La esencia de la Semana Santa de Sevilla
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í eftirfarandi ritgerð, sem unnin var til BA-prófs í Spænsku, er fjallað um hátíðarhöld dymbilvikunnar í Sevilla, höfuðborg Andalúsíu á Suður-Spáni. Dymbilvikan á Spáni, Semana Santa, er vikan fyrir páska, frá pálmasunnudegi til páskadags. Seint verður vikan nefnd kyrravika því mikið er um dýrðir þessa átta daga sem hátíðin varir. Páskahátíðin í Sevilla, eins og í svo mörgum borgum landsins, er afar litrík og einkennist af íburðarmiklum skrúðgöngum með hljóðfæraslætti og saeta-söng, sem eru eins konar flamenkó-sálmar. Sóknarbörn hinna mörgu kirkna í borginni halda frá bænahúsum sínum með mikla skrautpalla. Á pöllunum trónir líkneski af Jesú Kristi eða Maríu mey og stundum einnig af öðrum persónum úr frásögum Biblíunnar sem lúta að píslargöngu, krossfestingu og upprisu Krists. Níðþungir pallarnir, sem menn bera á herðum sér um stræti og torg borgarinnar, eru gull- eða silfurhúðaðir og fagurlega skreyttir með blómum af ýmsu tagi og fjölda kerta sem varpa ljóma allt í kring þegar kvölda tekur. Gengið er með líkneskin frá sóknarkirkjunni til dómkirkju borgarinnar og þvert í gegnum hana og þá er haldið aftur heim. Gangan getur tekið margar klukkustundir og eru burðarmenn (costaleros), lúðurþeytarar, trumbuslagarar og skikkjuklæddir fylgdarmenn og -konur (nazarenos) jafnvel á göngu langt fram á nótt eða fram undir morgun. Skipulagning hverrar og einnar skrúðgöngu er í höndum bræðrafélaga (cofradía) og hefst undirbúningurinn þegar á lönguföstu og jafnvel fyrr. Páskahátíðin á Spáni á sér langa sögu og á rætur að rekja aftur í miðaldir, jafnvel lengra aftur í aldir. Hér í ritgerðinni gerum við uppruna og sögu hátíðarinnar í Sevilla skil. Við beinum jafnframt sjónum að ýmsum hefðum sem hafa skapast og mótast í gegnum aldirnar og lúta að hátíðinni sem slíkri, sem og almennri þátttöku íbúa borgarinnar í hátíðinni sinni sem er vafalaust sú stærsta og mesta í hugum flestra þeirra.

Accepted: 
  • Mar 18, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40571


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
275728596_512113130278179_1582723133450450858_n (2).jpg44.12 kBLockedDeclaration of AccessJPG
Lokaverkefni BA Elin Hrund Heidarsdottir.pdf3.5 MBOpenComplete TextPDFView/Open