is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40574

Titill: 
  • Skólasaga framhaldsskólanema með talnablindu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að fá innsýn í reynslu og líðan framhaldsskólanemenda sem hafa farið í gegnum skólakerfið með talnablindu. Annars vegar með tilliti til þeirra hindrana sem á vegi þeirra hafa orðið, og tilfinningalegri líðan. Hins vegar með tilliti til þeirra bjargráða sem þeir hafa haft á vegferð sinni í gegnum skólagönguna, en skoðað var hvort varpa mætti ljósi á eitthvað sem betur mætti fara í skólakerfinu þegar kæmi að nemendum með talnablindu. Rannsóknin er byggð á reynslu sjö einstaklinga með talnablindu sem eru í framhaldsskólanámi, eða hafa nýlokið framhaldsskólanámi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að allir viðmælendur hafa glímt við ýmsar birtingarmyndir kvíða vegna námsörðugleika sinna, sem og skort á trú á eigin getu á fyrri hluta skólagöngunnar. Einnig gefa niðurstöður til kynna að upplifun viðmælenda af sérkennsluúrræðum fyrir þá hafi verið sérstaklega ábótavant á grunnskólastigi skólagöngunnar. Aukin trú á eigin getu ásamt jákvæðari námsreynslu á framhaldsskólastigi einkennir einnig reynslu viðmælendanna og í því samhengi nefndu flestir hversu miklu það breytti fyrir þá að hafa fengið það námslega utanumhald sem þeir þurftu til að ná árangri í stærðfræðinámi. Það birtist meðal annars í því að hafa stærðfræðikennara sem bjó yfir nægri þekkingu og hæfni til að hjálpa nemendum með talnablindu að ná árangri í stærðfræðinámi, en einnig þeim möguleika að hafa fjölbreytilegt námsmat fyrir fjölbreytilegan hóp nemenda. Þekking skólastarfsfólks og nýting úrræða sem til eru við sértækum námsörðugleikum er líklega ein mikilvægasta forsenda þess að nemendur með sértæka námsörðugleika nái árangri. Það sem stendur þó helst upp úr í niðurstöðum rannsóknarinnar er að þrátt fyrir að þátttakendur hafi þurft að hafa mikið fyrir því að yfirstíga þær hindranir sem á vegi þeirra urðu í stærðfræðináminu, gáfust þeir aldrei upp. Með aukinni trú á eigin getu og mikilli seiglu hafa þeir haldið ótrauðir áfram í átt að markmiðum sínum og náð góðum árangri. Vonar höfundur rannsóknarinnar að niðurstöður þessar stuðli að því að kennarar og náms- og starfsráðgjafar í skólasamfélaginu geri sér enn frekar grein fyrir mikilvægi þekkingar á talnablindu, eða sértækum námsörðugleikum í stærðfræði, til að vera betur í stakk búnir til að mæta nemendum með snemmtæka íhlutun í huga.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this qualitative study was to gain insight into the lives of seven individuals in upper secondary school, by gaining an understanding of their experiences and emotions of going through the school system with dyscalculia. Firstly, the purpose was to identify the obstacles they had to overcome, and their emotional well-being. Furthermore, the purpose was to examine the resorts they had access to and elucidate what the school system could do better when it came to tending dyscalculic students. Moreover, the results showed that all of the interviewers experienced anxious feelings because of their specific learning difficulties, and a lack of self-efficacy in the earlier parts of their education. Results also represent that the remedial teaching the interviewers were supposed to benefit from was particularly deficient at the primary school level. The interviewers also experienced increased self-efficacy toward studying while growing up, and gained more positive learning experiences when they went to upper secondary school. In that context they shared how important it was for them to have the academic support they needed to help them succeed in their mathematical learning. That support appeared to be associated with having a mathematical teacher that had enough knowledge and skill to help students with dyscalculia gain success, and the possibility of diversity in educational assessment that reflects a diverse group of students. The knowledge of school staff on special learning difficulties like dyscalculia, and resources to solutions is probably one of the most important preconditions for students with special learning difficulties to gain success. The most noteworthy result of the study, however, is that although the individuals had to work extremely hard to overcome obstacles in their mathematics studies, they never gave up. With increased self-efficacy and great resilience, they remained undaunted towards their goals and achieved good results. It is the hope of this researcher to encourage teachers and guiding counselors in the school community to be more aware of the importance of knowing dyscalculia, in order to be more prepared to meet their dyscalculic students with early intervention in mind.

Samþykkt: 
  • 24.3.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni - Írena.pdf602,83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SkemmanYfirlysing.pdf421,13 kBLokaðurYfirlýsingPDF