is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40579

Titill: 
  • Hlutaflokkar og meginreglan um jafnræði hluthafa
  • Titill er á ensku Dual class shares and the one share, one vote principle
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er leitast við að greina og lýsa hlutaflokkum, tilgangi þeirra, kostum og annmörkum ásamt því að fjalla sérstaklega um hvernig hlutaflokkar samræmist jafnræðisreglu félagaréttar.
    Munurinn milli hlutaflokka getur til að mynda falist í mismunandi rétti til að greiða atkvæði eða útgreiðslu arðs. Helstu kostir útgáfu hlutaflokka er að auka eigið fé og virði fyrirtækja án þess að eigendur eða stofnendur þess láti af stjórn þess eða deili völdum með fleiri hluthöfum. Álitaefnin eru hins vegar augljós, þ.e. hvernig samræmist það jafnræði hluthafa og reglum um minnihlutavernd þegar einn hlutur hefur minni rétt en annar? Hagmunir hluthafa sem eiga hlut með lakari réttindum en aðalhluthafar geta ýmist haft minni atkvæðisrétt eða jafnvel engan atkvæðisrétt. Mögulega kaupir viðkomandi hlut í fyrirtækinu vitandi að hluturinn hefur minni réttindi en arðsemissjónarmið eða önnur, s.s. samfélagsleg sjónarmið, vega þá upp á móti. Ráðandi hluthafar fyrirtækisins geta þá tekið ákvarðanir sem aðrir hluthafar kunna að vera mótfallnir eða jafnvel ganga gegn hagsmunum þeirra.
    Meginniðurstöður eru þær að í raun njóta hlutir jafnræðis í sínum eigin flokkum en ekki á milli hlutaflokka. Margt bendir til þess að þetta fyrirkomulag, þ.e. að skipta hlutum félaga upp í mismunandi hluti, sé að færast í aukana og því er ljóst að umræðu um þetta fyrirkomulag er þörf.

Samþykkt: 
  • 31.3.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerd_ArnarStefansson.pdf556.93 kBLokaður til...28.02.2025HeildartextiPDF