is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40580

Titill: 
 • Hefur virk þátttaka framlínustarfsmanna og svigrúm til sjálfstæðrar ákvörðunartöku áhrif á starfsánægju?
 • Titill er á ensku Does active participation of frontline employees and scope for independent decision-making affect the job satisfaction?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar var að greina hvort finna mætti fylgni á milli starfsánægju og þess að starfsmenn upplifi sig hafa svigrúm til virkrar þátttöku, t.a.m. við markmiðasetningu þeirrar skipulagsheildar sem þeir starfa hjá og aðrar ákvarðanir sem teknar eru er varða starf þeirra með beinum hætti. Rannsókn þessari er ætlað varpa ljósi á þær staðreyndir sem settar eru fram í fræðum um starfsánægju og þá þætti sem helst skapa slíka upplifun starfsmanna.
  Rannsóknarspurningin var: Hefur virk þátttaka framlínustarfsmanna og svigrúm til sjálfstæðrar ákvörðunartöku áhrif á starfsánægju starfsmanna Símans og Vodafone?
  Við framkvæmd rannsóknarinnar var annars vegar notast við megindlega rannsóknaraðferð, þar sem lögð var spurningakönnun fyrir framlínustarfsmenn hjá Símanum og Vodafone á rafrænu formi. Hins vegar var notast við eigindlega rannsóknaraðferð, þar sem stuðst var við fyrirfram ákveðin viðtalsramma og voru tekin hálf opin viðtöl við stjórnendur hjá sömu skipulagsheildum. Markmið þess að tvinna saman þessar tvær rannsóknaraðferðir var að leggja mat á hversu vel upplifun starfsmanna endurspeglast í þeim fræðum sem stjórnendur Símans og Vodafone telja sig viðhafa.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að margir áhrifaþættir virkrar þátttöku höfðu bein áhrif á starfsánægju þátttakenda rannsóknarinnnar. Á meðal þeirra þátttakenda sem að töldu sig ánægða í starfi var mun hærra hlutfall en meðaltal heildarniðurstaðna sem að taldi sig vera í starfi sem að hentaði hæfni þeirra og áhugasviði. Þar að auki var hlutfall ánægðra talsvert hærra en meðaltal sem að töldu starf sitt; mikilvægt, krefjandi, fengu hvatningu í starfi, upplifðu möguleika á að vinna sig upp í starfi, höfðu áhrif á ákvarðanatöku vegna starfa sinna og höfðu svigrúm til sjálfstæðrar ákvarðanatöku.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis was to determine whether there might be a correlation between job satisfaction and the fact that employees feel they have scope for active participation, e.g. in the goal setting of their organizational structure and other direct decisions taken regarding their work. This study is intended to shed light on the facts set out in the sciences regarding job satisfaction and the factors that are most likely to create such employee experiences.
  The following research question was addressed: Does active participation of frontline employees and scope for independent decision-making affect the job satisfaction of Siminn and Vodafone employees?
  On the one hand, a quantitive research method was used, where a survey was conducted for frontline employees at Siminn and Vodafone. On the other hand, a qualitative research method was used and managers from the same organizational units interviewed. The purpose of combining these two research methods was to assess how well the employee experience is reflected in studies that Siminn and Vodafone executives consider themselves to follow.
  The results of this study were that many factors of active participation had a direct impact on the job satisfaction of the study participants. Among the participants who felt satisfied with their job, there was much higher percentage than the average of the overall results that they considered to be a job that suited their qualifications and interestes. In addition, the rate of satisfaction was considerably higher than the average who considered their job; important, challenging, received work incentives, experienced higher level opportunities, influenced decision making for their jobs and had scope for independent decision making.

Samþykkt: 
 • 31.3.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Þórhildur_Hafsteinsdottir_Lokaverk.pdf1.8 MBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf396.26 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Vantar staðfestingu frá deildarforseta