is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40586

Titill: 
  • Hlutverk forseta á 21. öldinni : hverjar eru valdheimildir forseta skv. stjórnarskrá og hvaða möguleika hefur forseti á að beita þeim?
  • Titill er á ensku The role of the president of Iceland in the 21st century : what are the legal powers of the president according to the national constitution and which potentialities does he have for applying them?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru völd forseta Íslands dregin fram og skýrðar út þær heimildir sem liggja að baki þeim. Litið er til baka í söguna og séð hvernig fyrri forsetar beittu völdum sínum og hvaða augum þeir litu á þau völd. Beitt var lagalegri aðferð, eigindlegri og dogmatískri við söfnum heimilda og úrvinnslu þeirra upplýsinga sem þar komu fram. Sjónarhorn og skilningur fyrri og núverandi forseta, lögspekinga, fræðimanna, þingmanna, ráðherra og almennings gegnir lykilhlutverki.
    Settar eru fram rökstuddar hugmyndir um möguleika forseta á því að beita þeim völdum sem stjórnarskráin veitir honum. Það er einnig dregið fram með skýrum hætti að valdið kemur frá þjóðinni og það er almenningur sjálfur sem er stjórnarskrárgjafinn.
    Þetta kom vel í ljós þegar að Hr. Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti steig inn í það stjórnskipulega tómarúm sem myndaðist í kringum Icesave málið svokallaða. Hann tók að sér að vera málsvari og talsmaður ríkisvaldsins á alþjóðavettvangi og naut til þess yfirgnæfandi stuðnings landsmanna. Engu skipti þótt þingmenn eða ráðherrar mótmæltu því sem þeir töldu eigin utanríkisstefnu forsetans, hann fór sínu fram þrátt fyrir það.
    Helstu niðurstöður eru þær að forseti Íslands hefur ríkar valdheimildir samkvæmt stjórnarskrá og hann hefur möguleika á að beita þeim með ýmsum hætti. Við réttar aðstæður á réttum tíma með stuðning almennings hefur réttur einstaklingur í embætti forseta umfangsmikil völd.

  • Útdráttur er á ensku

    In this dissertation, the legal powers of the President of Iceland are highlighted and the sources behind them are explained. We look back in history and see how previous presidents exercised their power and how they viewed that power. A legal, qualitative, and dogmatic approach was used for the collection of sources and the processing of the information contained therein. The perspective and understanding of past and present presidents, jurists, scholars, MPs, ministers, and the general public play a key role.
    Reasoned ideas are put forward about the president's ability to exercise the power conferred on him by the national constitution. It is also clearly stated that the legal power comes from the nation and it is the public itself that is the constitutional giver.
    This became clear when Mr. Ólafur Ragnar Grímsson, then residing president, stepped into the constitutional vacuum that formed around the so-called Icesave case. He embarked as an advocate and spokesman for the state power in the international arena and enjoyed the overwhelming support of the general public. It did not matter if MPs or other ministers objected to what they considered the president's own foreign policy, he proceeded and succeeded.
    The main conclusions are that the President of Iceland has extensive powers according to the national constitution and he has the possibility to exercise them in various ways. Under the right circumstances at the right time with the support of the general public, the right person in office can yield extensive power.

Samþykkt: 
  • 31.3.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HilmarIngiJónsson_BS_Lokaverk.pdf882.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna