Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40587
Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) við Háskólann á Bifröst. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er eigindleg rannsókn sem gerð var til að kanna hverjar helstu áskoranirnar voru sem höfundar frumvarpsins að lögum um kynrænt sjálfræði stóðu frammi fyrir við gerð þess. Rannsóknin samanstóð af hálfopnum viðtölum sem tekin voru við sjö af níu nafngreindum höfundum frumvarpsins. Viðtölin voru hljóðrituð, afrituð og þemagreind í fjögur þemu og fjögur undirþemu sem endurspegluðu það sem höfundar frumvarpsins töldu hafa verið helstu áskoranirnar við frumvarpsgerðina.
Helstu niðurstöður gefa til kynna að það hafi einkum verið álit heilbrigðisstarfsfólks á frumvarpinu, seinkun á ferlinu vegna pólitísks umróts og ágreiningur innan hópsins um viðfangsefni frumvarpsins sem skapaði mestar áskoranir í frumvarpsskrifunum.
This essay is presented as a final thesis towards a degree in philosophy, politics and economics (PPE) from Bifröst University. The topic of this thesis is a qualitative study that was undertaken to examine what the main challenges faced by the authors of the bill on gender autonomy were during the making of the bill. The study consisted of semi-structured interviews with 7 out of 9 original authors of the bill. The interviews were recorded, transcribed and analysed to discern themes in the authors´ answers that reflected what the authors thought posed the biggest challenges during the bill making process.
The results indicate that it was the opinion of health care workers on the bill, the delay of the process due to political upheaval, and difference of opinion between group members on certain topics that posed the biggest challenges during the bill making process.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Frelsi í bígerð - Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir.pdf | 891.88 kB | Lokaður til...14.12.2030 | Heildartexti |