Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40589
Móttaka nýliða og nýliðaþjálfun hefur áhrif á viðdvöl í starfi, starfsmannaveltu og starfsánægju ásamt því að vera félagsmótandi. Sýnt hefur verið fram á að ef móttaka og nýliðaþjálfun eru til staðar þá verði síður rof á „sálfræðilega samningnum“ svokallaða en væntingar nýs starfsmanns byrja að mótast strax í ráðningaferlinu, sem hefst er hann sér auglýst eftir starfinu og þar til nýliðaþjálfuninni er lokið. Megnimarkmið rannsóknar þessarar var að kanna upplifun starfsmanna hjá fyrirtækinu Skólamat á móttöku nýliða og nýliðaþjálfun og hvernig megi bæta þar um betur. Notast var við megindlega aðferðafræði þar sem rafræn spurningakönnun var send út á þátttakendur rannsóknarinnar sem voru starfsmenn í framlínu Skólamatar ásamt svæðisstjórum þeirra. Helstu niðurstöður sýna að starfsánægja er yfir meðallagi og að meiri ánægja er á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður bentu einnig til þess að bæta megi um betur á sviði móttöku með því að hafa skipulega forkynningu og bæta starfstengdu kynninguna þar sem svæðisstjórar vinna með ítarlegri gátlista þar sem farið er yfir lykilatriði. Samræma má upplýsingagjöf til nýrra starfsmanna þar sem merkja má ósamræmi milli svæða. Formfesta mætti starfsfóstrakerfi, skilgreina ábyrgðaraðila, þjálfa þá og útbúa fyrir þá starfslýsingu fyrir það hlutverk. Rafræn þjálfun hefur aukist og ein tillaga snýr að því að hafa rafrænt próf í lok 2.-3. viku í starfi til að meta hvernig þjálfunin hefur tekist. Er þetta allt liður í að minnka líkurnar á sjálfviljugum starfslokum.
Reception of newcomers and job orientation training has an effect on stay at work, employee turnover and job satisfaction as well as being socially formative. It has been shown that if there is a reception and novice training, the psychological contract will be less disrupted, but the expectations of new employees begin to form immediately in the recruitment process, which begins when the job is advertised and until the novice training is completed. The main objective of this study was to examine the employees' experience at the company Skólamatur in the reception of newcomers and job orientation training and how to improve it. A quantitative methodology was used where an electronic questionnaire was sent out to the study participants who were employees in the front line of Skólamatur together with their regional directors. The main results show that job satisfaction is above average and that there is more satisfaction in Suðurnes than in the capital area. The results also indicated that improvements can be made in the field of reception by having a pre-orientation and improving the job orientation, where regional managers work with a detailed checklist where key issues are covered. The provision of information to new employees can be coordinated, as inconsistencies between areas can be identified. A formal buddy system could be formalized, those responsible should be defined, trained and a job description prepared for that role. Electronic training has increased, and one suggestion is to have an electronic test at the end of 2-3 weeks at work to assess if the training has been successful. This is all part of reducing the likelihood of voluntary turnover.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BylgjaDisErlingsdottir_BS_lokaverk.pdf | 927,36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BylgjaDisErlingsdottir_yfirlysing.pdf | 2,42 MB | Lokaður | Yfirlýsing |