is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4059

Titill: 
 • Sveitarfélögin og íþróttastarfsemi : er markvisst unnið eftir íþróttastefnu
Titill: 
 • Municipalities and sports : is sports strategy effecively applied
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari skýrslu er umfjöllunarefnið sveitarfélögin á Íslandi og íþróttastarfsemi. Spurningin
  er sú hvort sveitarfélögin sjálf eða þeir aðilar sem sjá um íþróttastarf í sveitarfélögunum vinni
  markvisst eftir íþróttastefnu. Íþróttastefna ríkisins, sambands sveitarfélaga og
  íþróttahreyfingarinnar á landsvísu er skoðuð svo og útgjöld opinberra aðila til íþróttamálefna.
  Sérstök áhersla var lögð á að rannsaka og bera saman sveitarfélögin Grindavík og
  Fljótsdalshérað. Ásamt því að skoða stefnu þessara sveitarfélaga í íþróttamálum voru skoðuð
  á hagrænan hátt fjárframlög þeirra til íþróttastarfsemi og á hvern hátt þau fjárframlög væru
  ákvörðuð. Sveitarsjóður veitir fjármagni bæði til uppbyggingar íþróttamannvirkja og beint til
  íþróttafélaga og því er stefna þeirra og -virkni jafnframt skoðuð.
  Aðferðafræði við rannsóknina er svokölluð raunrannsókn og voru sendir spurningalistar til
  aðila innan sveitar- og íþróttafélaga í Grindavík og á Fljótsdalshéraði til að kalla fram
  niðurstöður.
  Niðurstöður má túlka á þann hátt að markviss skrifleg stefna eða stefnumótun í málaflokknum
  íþróttamál sé ekki til staðar hjá þeim sveitarfélögum sem til rannsóknar voru og einnig er
  stefnumótun takmörkuð hjá þeim íþróttafélögum sem sveitarfélögin styrkja til íþróttastarfs.
  Samningagerð á milli sveitarfélags og íþróttafélaga (-deilda) er undanfari fjárhagsstuðnings
  hverju sinni og hefðir, siðir, þrýstingur og önnur slík öfl mynda ákveðið kerfi sem aðilar
  vinna eftir er kemur að þessum málum.
  Þótt markviss skilgreind íþróttastefna sé ekki til staðar þá er hægt að greina að stefna
  sveitarfélaga er að styðja vel við bakið á íþróttafélögum og ber góð íþróttaaðstaða vott um
  það. Athyglisvert er að Grindavík hefur á undanförnum árum verið fyrir ofan landsmeðaltal
  sveitarfélaga ef skoðuð eru fjárútlát í málaflokkinn íþrótta- og æskulýðsmál.

Samþykkt: 
 • 28.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
helgi_bogason_fixed.pdf464.72 kBOpinnRitgerðin öllPDFSkoða/Opna