Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40596
Bakgrunnur: Í áratugi hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælt með eingöngu brjóstagjöf til 6 mánaða aldurs barns og brjóstagjöf lengur samhliða annarri fæðu. Víða samræmist tíðni brjóstagjafar þó ekki ráðleggingum. Hormónið oxýtósín gegnir lykilhlutverki á meðgöngu, í fæðingu og brjóstagjöf. Notkun tilbúins ytra oxýtósíns í fæðingum er mikil og fer vaxandi. Vísbendingar eru um að notkun ytra oxýtósíns í fæðingu gæti haft neikvæð áhrif á brjóstagjöf.
Tilgangur: Að skoða áhrif notkunar ytra oxýtósíns í fæðingu á brjóstagjöf. Að byggja þekkingargrunn fyrir upplýsta ákvarðanatöku kvenna um notkun ytra oxýtósíns í fæðingu og skapa grundvöll fyrir áframhaldandi þróun fæðingarþjónustu.
Aðferð: Kerfisbundin fræðileg samantekt megindlegra rannsókna. Farið var eftir aðferð Joanna Briggs stofnunarinnar og PRISMA-yfirlýsingin var höfð til hliðsjónar við framsetningu niðurstaðna. Rannsóknarspurning var mynduð og inntöku- og útilokunarskilyrði skilgreind. Heimildaleit var framkvæmd í gagnasöfnum PubMed, CINAHL, PsycInfo og ProQuest og framkvæmd afturvirk snjóboltaleit í greinum sem fundust í heimildaleit. Rannsóknargreinar sem uppfylltu inntökuskilyrði voru lesnar af tveimur rannsakendum. Viðeigandi matstæki frá Joanna Briggs stofnuninni voru notuð til að meta gæði rannsókna og aðferðafræðilega skekkju. Helstu upplýsingar úr rannsóknunum voru skipulega framsettar með „matrix“-aðferð áður en niðurstöður voru samþættar með lóðréttri gagnagreiningu.
Niðurstöður: Fjórtán ferilrannsóknir og ein slembin íhlutunarrannsókn uppfylltu inntökuskilyrði. Í rannsóknar- og samanburðarhópunum voru samanlagt 52.439 pör af mæðrum og börnum þeirra. Niðurstöður gáfu til kynna að notkun ytra oxýtósíns í fæðingu gæti haft neikvæð áhrif á hegðun barns í brjóstagjöf skömmu eftir fæðingu. Niðurstöður rannsókna á áhrifum ytra oxýtósíns í fæðingu á upphaf brjóstagjafar, meðaltímalengd brjóstagjafar og brjóstagjöf til lengri tíma voru síður afgerandi en gáfu þó til kynna neikvæð áhrif.
Ályktun: Veita ætti verðandi foreldrum fræðslu um hugsanleg áhrif ytra oxýtósíns í fæðingu á brjóstagjöf til að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku um notkun lyfsins. Styðja ætti við einstaklingsbundnar þarfir kvenna í barneignarferlinu, sérstaklega ef gefið er ytra oxýtósín í fæðingu vegna hugsanlegra áhrifa þess á brjóstagjöf.
Lykilorð: oxýtósín, ytra oxýtósín, fæðing, brjóstagjöf, ljósmóðurfræði
Background: The World Health Organization (WHO) has for decades recommended exclusive breastfeeding for the first six months after birth and after that continued breastfeeding in conjunction with other food sources. These recommendations, however, are in many instances not fulfilled. Oxytocin plays an important role during pregnancy, birth, and breastfeeding. The use of synthetic oxytocin during birth is frequent and steadily increasing. In addition, there is emergent evidence that points towards the use of synthetic oxytocin during birth negatively affects breastfeeding.
Objectives: To describe the effects that synthetic oxytocin administered during birth has on breastfeeding. Ultimately aggregation of existent research studies can help to promote informed decision-making regarding the use of synthetic oxytocin during birth and to integrate the knowledge for further development of high quality maternity care.
Method: A systematic review of quantitative studies. The review was designed according to the Joanna Briggs Institute (JBI) guidelines and the PRISMA statement was used to provide clarity in the presentation of the results. A research question was formulated, and inclusion and exclusion criteria were put forth. A systematic search was conducted in the electronic databases PubMed, CINAHL, PsycInfo and ProQuest. Further data was identified by backward snowballing of articles identified during the structured search. All articles fulfilling the inclusion criteria were read independently by two reviewers. Relevant critical appraisal tools from JBI were used to evaluate study quality and risk of bias. Data was synthesized and presented narratively by using the matrix method.
Results: Fourteen cohort studies and one randomized controlled trial met the inclusion criteria. A total of 52.439 mother-infant dyads participated across the included studies. Results point toward that the use of synthetic oxytocin during birth can negatively affect newborn behaviour during breastfeeding after birth. The impact on initiation of breastfeeding, breastfeeding duration and long-term effects is not as decisive but studies nevertheless suggest a negative impact.
Conclusion: Expecting mothers should be informed about the possible effects of the use of synthetic oxytocin during birth on breastfeeding, in order to promote informed decision making on its use. The individual needs of all women during the childbearing process should be supported, especially if synthetic oxytocin is used during birth due to its potential effects on breastfeeding.
Keywords: oxytocin, synthetic oxytocin, childbirth, breastfeeding, midwifery
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraverkefni-snidmat.pdf | 1.36 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 166.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |