Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40597
Með vaxandi vitundarvakningu varðandi áhrif barnsmissis á heilsu kvenna til skamms og langs tíma hefur þörf fyrir stuðning aukist. Það fylgir því mikil sorg að missa barn en foreldrar sem missa barn eru í aukinni áhættu á að þjást af sorg, þunglyndi, kvíða, samviskubiti, sjálfsásökunum og áfallastreituröskun. Markmið rannsóknarinnar var að meta reynslu kvenna af því að missa barn á meðgöngu og þeim stuðningi sem þeim stóð til boða. Með þessari rannsókn fáum við innsýn í reynslu foreldra varðandi stuðning hér á landi.
Rannsóknin er eigindleg og byggir á tveim rýnihópaviðtölum. Í gagnasöfnun eru viðtölin lesin margoft til að öðlast dýpri skilning um reynslu og viðhorf þátttakenda. Greining gagna fór fram með hugmyndafræði fyrirbærafræðinnar þar sem leitast er við að sjá lífið eins og þátttakendur upplifa það. Gagnaúrvinnsla fór fram með þemagreiningu með því að draga fram sameiginlega þætti viðmælanda sem getur birst í mismunandi myndum úr reynsluheim þeirra. Í rannsókninni voru átta konur á aldrinum 27 – 39 ára sem allar höfðu þá reynslu að hafa misst barn á meðgöngu.
Niðurstöður benda til þess að þátttakendur upplifðu að þurfa sjálfir að leitast eftir stuðningi og fundist það erfiður hjalli. Þessu lýsir yfirþemað „það þarf einhver að grípa mann“ því að þær hefðu allar viljað að eitthvað kerfisbundið eftirlit hefði tekið við eftir barnsmissinn. Undirþemun a) í lausu lofti, b) mismunandi aðstæður, c) við erum ekki ein og d) að horfa fram á veginn og verða hamingjusamur á ný lýsa upplifun þátttakenda af þeim stuðningi sem þær sóttu sér og þeim stuðningi sem þær hefðu viljað fá.
Það er von okkar að með aukinni þekkingu á upplifun foreldra af því að missa barn á meðgöngu geti heilbrigðisstarfsfólk komið betur til móts við þarfir þessara fjölskyldna og með því minnkað líkur á því að þau upplifi langvarandi sálræna og tilfinningalega kvilla sem væri hagur lýðheilsu, samfélagsins og konunnar sjálfrar til skamms og lengri tíma.
With increasing awareness regarding the effect of the loss of a child during pregnancy on the mother’s health, both short-term and long-term, the need for support has increased. A deep sadness follows the loss of a child during pregnancy, but parents who experience such a loss have an increased risk of suffering from, sorrow, depression, anxiety, guilt, self-accusations and post traumatic stress disorder. The aim of this study was to describe women’s experiences of losing a child during pregnancy and the support that was available to them. With this study we gained insight into the experiences of parents in Iceland.
The study was qualitative and was based on two focus-group interviews. During the data analysis the interviews were read several times in order to gain a deeper understanding of the experience and attitudes of the participants. The analysis was grounded in phenomenology and focused on the participant‘s point of view. A theme-analysis was conducted to highlight common experiences from the
participants, which can manifest themselves in different ways due to their different individual experiences. In all, eight women that had experienced pregnancy loss, between the age of 27-39, were interviewed.
The results suggest that the participants experienced that they needed to seek out and get support on their own and found it difficult. This is the high level theme: “Someone needs to catch us” because all of them said that they would have wanted some systematic and formal mechanism to have started following the loss of the child. The sub-themes: a) “falling”, b) “different circumstances”, c) “we are not alone”, and d) “look to the future and be happy again”, all describe the participant’s experiences regarding the support they sought out and got, as well as the support they said they would have liked to have.
It is our hope that with increased knowledge of parent’s experiences of losing a child during pregnancy healthcare practitioners can better accommodate and fulfill the needs of these families and therefore reduced their risk of long-term psychological and emotional problems, which would be in the interest of public health, the community and the mother herself, both in the short-term and in the long- term.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PDF - Það þarf einhver að grípa mann.pdf | 749.64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
275204749_558899645657692_8544433986513962772_n.jpg | 132 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |