Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40598
Bakgrunnur: Covid-19 heimsfaraldurinn hefur geisað á Íslandi síðan snemma árs 2020. Á meðan fyrsta bylgjan reið yfir hér á landi var ákveðið að breyta fyrirkomulagi á fimm daga skoðun nýbura. Sú breyting fól í sér að Sjúkratryggingar Íslands breyttu tímabundið samningi við ljósmæður sem fólst í því að þær fengu auka vitjun til að sinna foreldrunum og nýju barni í heimaþjónustu á þeim tíma sem fimm daga skoðunin hefði átt að fara fram.
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort breytingar hafi orðið á komutíðni nýbura á dagdeild Vökudeildar/Vökudeild í fyrstu bylgju Covid-19 faraldursins á Íslandi þegar hefðbundnar fimm daga skoðanir lágu niðri.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að auka umræðu um fyrirkomulag nýburaskoðana á 5.−7. degi hjá nýburum sem fæðast á höfuðborgarsvæðinu og útskrifast í heimaþjónustu með móður.
Aðferð: Rannsóknin er afturvirk lýsandi samanburðarrannsókn þar sem gögn eru fengin frá vöruhúsi gagna á Landspítala. Gögnin eru greind með lýsandi tölfræði.
Niðurstöður: Alls komu 34 börn inn á dagdeild Vökudeildar/Vökudeild yfir rannsóknartímabilið, 21 barn árið 2019 og 13 árið 2020. Algengasta ástæða komu árið 2019 var nýburagula en árið 2020 voru tvær ástæður algengastar, nýburagula og einkenni frá öndunarfærum.
Umræður: Rannsóknir sýna að fyrirkomulag nýburaskoðana er ekki með sama hætti alls staðar og er þetta þjónusta sem er mikilvægt að bjóða upp á. Komum nýbura á dagdeild Vökudeildar fjölgaði ekki þrátt fyrir að fimm daga nýburaskoðanir lágu niðri og gefur það vísbendingu um að hægt sé að reyna að nýta mannafla innan heilbrigðiskerfisins á þann hátt að þekking og færni allra skili sér á sem bestan hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa tilefni til frekari rannsókna á efninu og er innlegg í umræðu um fyrirkomulag fimm daga skoðana.
Lykilorð: Nýburi (e. newborn), nýburaskoðun (e. newborn examination), COVID, coronavirus, endurinnlögn (e. readmission), ljósmóðurfræði (e. midwifery).
Background: Covid pandemic has been raging in Iceland since the beginning of 2020. During the first wave, it was decided to change the arrangement of the five-day examination of newborns. Iceland‘s health insurance temporarily changed their contract with midwives, which included giving the parents and their newborn an extra visit of post-partum home care at the time the five-day examination should have taken place.
Purpose: The purpose of the study is to explore whether there have been changes in the rate of arrivals of newborns at the day ward of neonatal intensive care unit/neonatal intensive care unit (NICU) in the first wave of the Covid epidemic in Iceland when the normal five-day examinations were not available.
Objective: To increase the discussion about the arrangement of neonatal examinations on days 5-7 of newborns born in the capital area and discharged in post-partum home care with the mother.
Methodology: The study is a retrospective descriptive comparative study where data will be obtained from Landspítali's data warehouse. The data is analysed with descriptive statistics.
Results: A total of 34 children were admitted to the NICU/NICU day ward during the study period, 21 children in 2019 and 13 in 2020. The most common reason in 2019 was neonatal jaundice, but in 2020 two reasons were most common, neonatal jaundice and respiratory symptoms.
Discussion: Research shows that the arrangement of newborn examinations is not the same everywhere and this is a service that is important to offer. The number of newborn arrivals at the day ward of neonatal intensive care unit did not increase despite the 5-days newborn examinations were put on hold. That gives us clues that it is possible to try to utilize human resources in the health care system in such a way that everyone’s knowledge and skills are reflected in the best possible way. The results of this study gives motive for further research on this content and is a contribution to the discussion on the arrangement of 5-day newborn examination.
Keywords: Newborn, newborn examination, COVID, coronavirus, readmission, midwifery.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Sc. Ljósmóðurfræði Sólrún Arney.pdf | 6.22 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 189.43 kB | Lokaður | Yfirlýsing |