Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40605
Paracetamol, einnig þekkt sem acetaminophen, er vel þekkt lyfjaefni sem er fáanlegt víða um heim í ýmsum lyfjaformum. Það er ýmist notað fyrir verkjastillandi eða hitalækkandi áhrif þess, þar sem hitalækkandi áhrifin koma fram vegna hindrunar á COX ensími í heila og verkjastillandi áhrifin vegna breytingar á kannabinóíð kerfinu. Markmið verkefnisins var að þróa og framleiða lyfjaform sem losaði 45-55% af paracetamóli frá sér eftir 45 mínútur, 65-75% eftir 120 mínútur og 90-100% eftir 240 mínútur, ásamt því að standast gæðakröfur Evrópsku lyfjaskránnar um þetta tiltekna lyfjaform. Í von um að ná tilteknu markmiði var notast við töflur sem höfðu grunnsamsetninguna laktósa, paracetamóli, hýdroxýprópýl metýlsellulósa og magnesíumsterat. Samsetningarnar voru síðan þróaðar áfram með því að prófa og athuga hvernig mismunandi samsetning efnasambanda og annarra breyta hafði áhrif á leysnihraðann. 23 samsetningar voru búnar til þar sem nokkrar voru nálægt ákjósanlega leysnihraðaferlinum, en engin náði því. Formúlering FD4, sem samanstóða af 15% HPMC 4000 mPa, 10% af paracetamóli, 74% laktósa og 1% af magnesíumsterati, var þó valin til að gangast undir gæðaprófanir Ph.Eur þar sem hún var næst setta markmiðinu. Töflurnar stóðust hörku-, sundrunar-, þyngdardreifingar- og magngreiningarprófin þar sem mældar töflur voru innan vel innan settra marka. Hins vegar stóðust töflurnar ekki leysnihraðaprófið og slitþolsprófið, þar sem aðeins of hæg losun var á fyrstu 45 mínútunum og um 2% af heildarþyngd taflnanna tapaðist.
Paracetamol, also known as acetaminophen, is a well-known pharmaceutical ingredient and is available in various dosage forms. It is used for its analgesic or antipyretic properties, where the antipyretic properties come from the COX enzyme inhibition in the brain and the analgesic properties from adjustments on the cannabinoid system. The goal of this project was to develop a drug dosage form which had a paracetamol release of 45-55% after 45-minutes, 65-75% after 120 minutes and 90-100% after 240 minutes, as well as meeting the requirements of the European Pharmacopeia for the developed drug dosage form. In hope of achieving the set objective, tablets were made containing the basic composition of lactose, paracetamol, hydroxypropyl methylcellulose and magnesium stearate. The formulations were further developed by testing and evaluating how different combinations of ingredients and other variables affected the dissolution rate. A total of 23 formulations were prepared and only a few of them came close to the desired dissolution profile, but none achieving it. Formulation FD4, which consisted of 15% HPMC 4000 mPa, 10% paracetamol, 74% lactose and 1% magnesium stearate, was therefore chosen to undergo the pharmaceutical technical procedures stated in the European Pharmacopoeia. The tablets passed the resistance to crushing, disintegration, uniformity of mass and content tests where the measured tablets were well within set limits. However, the tablets did not pass the dissolution and friability tests, as the drug release was slightly too slow for the 45-minute mark and about 2% of the total tablet mass was lost.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Development of controlled-release tablets containing 25 mg of paracetamol.pdf | 1,38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman - yfirlysing.pdf | 51,42 kB | Lokaður | Yfirlýsing |