Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40609
Samfélagið hefur um aldir einkennst af feðraveldi sem hefur stuðlað að kúgun kvenna. Femínísk guðfræði hefur verið mikilvægt innlegg inn í baráttuna gegn því. Hér verður fjallað um það með sérstakri áherslu á kynferðisofbeldi gegn konum. Tekin verða fyrir þau neikvæðu og jákvæðu viðbrögð sem má sýna þolendum kynferðisofbeldis og upplifun þeirra af því. #MeToo-byltingin hefur vakið samfélagið til vitundar um afleiðingar kynferðisofbeldis og þar með kirkjuna. Kirkjan hefur því miður ekki reynst vera öruggur staður fyrir alla heldur hefur kynferðisofbeldi þrifist þar eins og annars staðar. Hér verður fjallað um kynferðisofbeldi í kirkjunni, hvernig yfirvöld kirkjunnar hafa brugðist við því og hvað hægt sé að gera innan kirkjunnar til þess að styðja við bakið á þolendum kynferðisofbeldis ásamt gerendum þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
#Kirkjanlíka- Hilda María.pdf | 362,98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 137,22 kB | Lokaður | Yfirlýsing |