Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40628
Í þessari ritgerð verður aðaláherslu beint að hugtaksatriðinu að vera öðrum manni háður í skilningi 31. gr. laga um samninga, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936 (hér eftir "samningalög). Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður vikið að almennri umfjöllum um ógildingarreglur samningaréttar, hvað felist í ógildingu, réttaráhrifum þess að samningur sé ógildur og loks hvernig fari með sönnun í tengslum við ógildingarreglurnar. Í þriðja kafla verður rekin saga ákvæðisins um misneytingu og jafnframt verður skoðað réttarstöðuna fyrir lögfestingu 31. gr. samningalaga. Í fjórða kafla verður almennt farið yfir misneytingarákvæði 31. gr. samningalaga, jafnræði við samningsgerð og í lok kaflans verður skoðað tengsl misneytingarákvæðisins við aðrar ógildingarreglur. Í fimmta kafla, sem jafnframt verður aðalkafli þessarar ritgerðar verður skoðað nánar hugtaksatriðið að vera öðrum manni háður í skilningi misneytingarákvæðis 31. gr. samningalaga. Í kaflanum verða rekin hin ýmsu tengsl sem undir ákvæðið gætu fallið. Í fyrsta lagi verður rýnt nánar í svokölluð fjölskyldutengsl og verða þar reifaðir dómar annars vegar á sviði fjölskylduréttar og hins vegar á sviði erfðaréttar til nánari skilningsauka. Í öðru lagi verður skoðað tengsl aðila í samningssambandi og í þriðja lagi verður skoðað þau tengsl sem hvorki falla undir fjölskyldutengsl né tengsl aðila í samningsambandi og verður sá kafli nefndur önnur tengsl. Loks verður í kafla sex gert grein fyrir helstu niðurstöðum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Að vera öðrum manni háður í skilningi 31. gr. laga nr. 7:1936. (Katrín Birna Kristensen) .pdf | 229.52 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing. pdf. .pdf | 298.13 kB | Locked | Declaration of Access |