Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40629
Fleiri eru í óvígðri sambúð í dag en á árum áður og er skortur þar á heildarlöggjöf. Þegar sambúðaraðilar slíta samvistum er því engin löggjöf sem þeir geta fylgt við slitin því hjúskaparlög nr. 31/1993 eiga einungis við þegar um hjúskap er að ræða. Er því oftast gerður samningur um slit á fjárskiptum þegar par í óvígðri sambúð og á eignir saman slítur sambúð sinni. Stundum geta þessir samningar reynst ósanngjarnir og vill annar aðilinn reyna á að fá hann ógildan eða jafnvel fá honum breytt. Í þessari ritgerð er farið í 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 og athuga hvernig ógilda megi fjárskiptasamninga á grundvelli þess ákvæðis. 36. gr. samningalaga er almenn ógildingarregla sem sker sig aðeins úr hinum ógildingarreglunum en hún er í senn ógildingar- og hliðrunarregla.
Fyrst er farið almenna umfjöllun um ógildingarreglur samningaréttar auk þess sem farið er í hver réttaráhrif ógildingar eru. Því næst er farið í umfjöllun á 36. gr. samningalaganna. Fjallað er fyrst almennt um ákvæðið og því næst er farið í hvaðan reglan kom og til hvers hún var sett. Farið verður yfir hvaða heimildir felast í ákvæðinu en ákvæðið segir að víkja megi samningi til hliðar í heild eða að hluta eða breyta samningnum sé hann ósanngjarn eða andstæður góðri viðskiptavenju. Farið verður í hvernig þróun Norræns réttar varð til setningar 36. gr. samningalaganna. Því næst tekur við meginumfjöllun ritgerðarinnar þ.e. hvernig ógilda megi fjárskiptasamninga á grundvelli 36. gr. samningalaga. Farið er í samspil 36.gr. samningalaga og 2.mgr. 95.gr. hjúskaparlaga en mikil líkindi eru með þessum tveimur ákvæðum. Farið verður yfir skilyrði 2.mgr. 36.gr. samningalaga þar sem öll fjögur skilyrðin; efni samnings, staða aðila, atvik við samningsgerð og síðar tilkomin atvik, eru tekin fyrir og fjallað er um þau. Efni ritgerðarinnar eru að lokum dregin saman stuttlega í lok ritgerðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing copy.pdf | 199,78 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA ritgerð í template-Rétt skjal.pdf | 393,72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |