Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40636
Í ritgerð þessari er fjallað um hvernig árslaun heimavinnandi tjónþola eru ákvörðuð við óvenjulegar aðstæður og hvernig 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er beitt í slíkum tilvikum. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem þurfa að vera uppfyllt svo komi til beitingar 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, þ.e. að aðstæður tjónþoli þurfa að vera óvenjulegar og að annar mælikvarði sé réttari á framtíðartekjur hans.
Við könnun á því hvernig árslaun heimavinnandi tjónþola eru fundin er litið til dóma Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstóla, og er af þeirri dómaframkvæmd dregnar ályktanir á þeirri aðferðafræði sem dómstólar beita.
Að lokum er litið á þau sjónarmið sem gilda í dönskum rétti og þau borin saman við íslenskan rétt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaritgerð.pdf | 238.17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_undirritað.pdf | 223.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |