is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4065

Titill: 
  • Misbeiting valds á íslenskum vinnumarkaði
Titill: 
  • Does misuse of power exist in Icelandic labor market
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mannauður er eitt það mikilvægasta sem hver skipulagsheild hefur á að skipa og
    framfarir á sviði mannauðsstjórnunar hafa verið miklar. Áður var meira hugsað um
    starfsmenn sem vinnuafl, en í dag er almennt viðurkennt að starfsmenn hverrar
    skipulagsheildar eru auðlind, sem þarf að hlúa að og á fleiri sviðum en bara við
    færibandið. Þegar þrengir að, þarf að hugsa um hvernig hægt er að minnka neikvæð
    áhrif á mannauðinn, sem afleiðingar þrenginganna valda.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort afleiðingar núverandi þrenginga væru
    þær að verið væri að misbeita valdi innan fyrirtækjanna hvað varðaði breytingar á
    kjörum starfsmanna eða starfsskyldum. Í rannsókninni var sérstaklega horft á
    stjórnendur, mannauðsstjórnun og vinnurétt.
    Valið var að beita eigindlegri rannsóknaraðferð, með því að taka djúpviðtöl við nokkra
    einstaklinga, bæði úr hópi starfsmanna, frá stéttarfélögum og úr hópi atvinnurekenda.
    Þegar viðtölin voru skoðuð, komu í ljós sameiginlegir þættir (þemu), sem síðan er
    fjallað nánar um. Hver þáttur var skoðaður út frá upplifun viðmælandans með
    skírskotun til fræðanna og rannsóknarspurningarinnar, sem er: Fyrirfinnst misbeiting
    valds á íslenskum vinnumarkaði?
    Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós, að þó að ekki kæmi fram nema ein vísbending
    um brot á samningsbundnum rétti starfsmanna, þá var það engu að síður upplifun
    starfsmanna að svo hefði verið. Þeir upplifðu flestir framkomu af hálfu stjórnenda
    þannig að verið væri að breyta hlutum í krafti valds, sem stjórnendur vissulega hafa, en á ónærgætinn hátt. Jafnframt kom fram að aðstæður hafi versnað á síðasta ári

Samþykkt: 
  • 28.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kristjana_gudlaugsdottir_fixed.pdf376.19 kBOpinnRitgerðin öllPDFSkoða/Opna