is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40650

Titill: 
  • Takmarkanir á eignarrétti: Nýting vindorku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hafa orkumál verið mikið til umræðu. Vágestur sá sem nefndur hefur verið hamfarahlýnun hefur neytt allar þjóðir heims til að huga að því að draga úr losun koltvísýrings. Lykilþáttur í þeim aðgerðum hafa verið kölluð orkuskipti og fela í sér að skipta út jarðeldsneyti og nýta frekar endurnýjanlega orku. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi lengi staðið öðrum fremur í nýtingu á slíkum orkugjöfum hefur umræðan síðustu mál og misseri verið á þann veg að nú sé nauðsynlegt að virkja meira þótt auðvitað séu skiptar skoðanir á því. Ýmsir kostir koma til greina í þeim efnum og er nýting vindorku einn þeirra kosta sem mikið hefur verið til skoðunar og umræðu síðustu mál og misseri. Vindinn hafa menn lengi reynt að hagnýta og vindmyllur hafa sprottið í nágrannalöndum. Hér á landi er enginn skortur á vindi og því hafa margir horft til þess að reisa hér vindmyllugarða líkt og nágrannaþjóðir okkar. Þó er í mörg horn að líta, ætli menn að reisa vindmyllur á landareignum sínum. Lengi hafa menn barist gegn vindmyllum og er eflaust frægastur slíkra baráttumanna skáldsagnapersónan Don Kíkóti í samnefndri skáldsögu eftir Miguel de Cervantes. Ekki er einvörðungu hægt að líta til loftslagsmála þegar ætlunin er að vernda umhverfið heldur verður einnig að sjá til þess að náttúran beri ekki skarðan hlut frá borði. Vindmyllur setja mikinn svip á það landsvæði þar sem þeim er komið fyrir auk þess sem fuglalíf getur orðið fyrir miklum skaða af þeim. Þá geta þær einnig haft áhrif á fólk sem býr í námunda við þær enda getur mikill hávaði skapast þegar spaðar þeirra snúast auk þess sem þær eru mjög fyrirferðarmiklar í umhverfi fólks og spilla útsýni. Ekki má heldur gleyma því að ferðamannaiðnaðurinn hefur á síðustu árum verið ein af meginstoðum íslensks efnahags og mönnum verður æ ljósara hversu mikilvæg auðlind náttúra landsins er. Í þessari ritgerð verður fjallað almennt um takmarkanir á eignarrétti í öðrum kafla ritgerðarinnar. Í þriðja kafla verður svo fjallað stuttlega um eignarhald á vindorku og í fjórða kafla um þær veigamestu takmarkanir á eignarrétti sem snúa beint að heimild landeiganda til nýtingar vindorku sem finna má í íslenskum rétti.

Samþykkt: 
  • 20.4.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baagustgudjonssonskila.pdf261.51 kBLokaður til...31.12.2022HeildartextiPDF
2022-04-19 20.39.26.pdf454.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF