is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40657

Titill: 
  • Áhrif skyldleikaræktar á eistnastærð íslenskra stóðhesta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá árinu 2003 hafa allir stóðhestar sem komið hafa til dóms þurft að fara í mælingu og skoðun á eistum. Niðurstöður mælinga sem þannig hafa safnast hafa ekki verið nýttar til rannsókna fyrr en nú. Lítið var vitað um normalgildi stærðar eistna hjá íslenska hestingum og hingað til hefur því aðeins verið miðað við stærðartölur fengnar úr rannsóknum á erlendum hestakynjum. Vegna þess að stærð eistna og frjósemi eru nátengd er mikilvægt að þekkja þessar stærðir fyrir íslenska hesta. Eitt af markmiðum þessa verkefnis var að komast að því hver meðallengd og meðalbreitt eistna er hjá íslenskum stóðhestum. Rannsókn þessi bendir til þess að lengd eistna sé u.þ.b. 10 sm en breidd u.þ.b 5,5 sm. Ýmsir þættir hafa áhrif á eistnastærð dýrategunda þar á meðal hesta. Niðurstöðurnar gefa til kynna að eistu íslenskra stóðhesta styttast með aukinni skyldleikarækt. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að aldur viðkomandi grips og sá mánuður sem mæling er framkvæmd í hafi áhrif á bæði mælda stærð eistna og stinnleika þeirra. Skyldleikarækt hefur greinilega marktæk neikvæð áhrif á eistnastærð íslenskra stóðhesta. Mikilvægt er að vera á varðbergi og fylgjast vel með hver þróunin verður í eistnastærð íslenskra stóðhesta í framtíðinni þar sem hún tengist frjósemi þeirra.

Samþykkt: 
  • 20.4.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Sunna Birna Helgadottir 06.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna