Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40665
Inngangur: Geðrofslyf eru notuð til að meðhöndla geðklofa og aðra geðrofssjúkdóma. Þekkt er að lyfin geta haft íþyngjandi aukaverkanir. Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi aukaverkana og stigun þeirra hjá sjúklingum í geðrofsteymi Landspítala. Kannað var hvaða þættir sem tengdust sjúklingum, lyfjum og lífsstíl hefðu áhrif á algengi aukaverkana.
Aðferðir: Rannsóknin var megindleg þversniðsrannsókn og var gagna aflað með tveimur spurningalistum, Glasgow Antipsychotic side effect scale (GASS) og GASS-clozapin. Sjúklingar svöruðu listum sjálfir og undirrituðu upplýst samþykki, sem gaf rannsakanda leyfi til að afla gagna úr sjúkraskrám þeirra. Niðurstöðum rannsóknar var lýst með lýsandi tölfræði en einnig var notast við T-próf og ANOVA-próf við útreikninga og voru marktektarmörk sett sem p < 0,05.
Niðurstöður: Þátttakendur rannsóknar voru 44 og leiddu niðurstöður í ljós að meirihluti þeirra upplifði vægar eða engar aukaverkanir af geðrofslyfjameðferðinni (88,6%) og enginn upplifði miklar aukaverkanir. Algengustu aukaverkanir GASS spurningalistans voru syfja á daginn (80,7%) og þyngdaraukning (69,2%). Hjá svarendum GASS-clozapin spurningalistans voru þær syfja á daginn (66,6%) og aukin munnvatnsframleiðsla (66,6%). Samband mátti finna milli aukinna aukaverkana og reykinga, samband mælt með ANOVA-prófi. Ekki fannst samband við aðra þætti og aukinna aukaverkana.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknar benda til þess að meirihluti sjúklinga í geðrofsteymi Landspítala upplifi vægar eða engar aukaverkanir af lyfjameðferð sinni. Niðurstöður voru sambærilegar niðurstöðum annarra rannsókna. Mikilvægt er að frekari rannsóknir verði gerðar á stigun aukaverkana þessa sjúklingahóps og að samband þeirra við lífsstílsþætti verði rannsakað, þá með stærri rannsókn hér á landi.
Background: Antipsychotics are used to treat schizophrenia and other psychotic disorders. It is known that the drugs can have burdensome side effects. The goal of this study was to evaluate the prevalence of side effects and their staging in patients of the psychotic team at Landspítali. The factors related to patients, medications and lifestyle that influenced the prevalence of side effects were examined.
Methods: This study was a quantitative cross-sectional study where data was collected using two questionnaires, the Glasgow Antipsychotic side effect scale (GASS) and the GASS-clozapin questionnaire. Patients responded to the questionnaires themselves and signed informed consent, which gave the researcher permission to obtain data from their medical records. The results were described with descriptive statistics. T-tests and ANOVA-tests were used in statistical analysis. Statistical significance was set at p < 0,05.
Results: The study participants were 44. The results showed that the majority of them experienced mild or no side effects from their antipsychotic treatment (88,6%) and no participant experienced severe side effects. The most common side effects from the GASS questionnaire were drowsiness during the day (80,7%) and weight gain (69,2%). Among the respondents of the GASS-clozapine questionnaire they were drowsiness during the day (66,6%) and increased salivia production (66,6%). An association was found between increased side effects and smoking, a relationship found via the ANOVA-test. No association was found with other factors and adverse reactions.
Conclusions: The study results indicate that the majority of patients in Landspítali´s psychotic team experienced mild or no side effects from their medication regime. The results were comparable to results of other studies. It is important that further research is done on the staging of side effects in this group of patients and that their relationship to lifestyle factors be investigated with a more extensive study in Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS Final.pdf | 2,39 MB | Lokaður til...22.04.2025 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing.pdf | 6,47 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |