is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40670

Titill: 
  • Tískuljósmyndun Paolos Roversis: Myndrænn heimur með fornri aðferð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi er unnin til MA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Í henni verður fjallað um ljósmyndun Paolos Roversis. Roversi kennir við Speos Speos École de Photographie í París og höfundur ritgerðarinnar er faglærður ljósmyndari frá umræddum skóla, en í náminu var lögð áhersla á tæknilega hlið fagsins. Í listfræðináminu jókst svo löngun eftir því að skoða frekar sköpunarferli og hugmyndir bakvið fagurfræði ljósmynda. Kveikjan að ritgerðinni var áhugi höfundar á að halda áfram að rannsaka verk meistara í ljósmyndun og þá sérstaklega að skoða aðferðir fortíðar sem notast er við til að ná fram fagurfræðilegum áhrifum. Ljósmyndarinn Paolo Roversi hefur fest sig í sessi sem einn helsti tískuljósmyndari Vesturlanda. Hann sækir áhrif í trúarlega kirkjulist á Ítalíu og verkum hans er gjarnan líkt við málverk 19. aldar, framsett í stíl samtímans. Athyglisvert er því að skoða verk hans og fagurfræðilegan stíl í samhengi við list fortíðar, og hér verður það gert út frá hugmyndinni um fortíðina sem fagurfræðilegt táknmið.

Samþykkt: 
  • 25.4.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.pdf465.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA_ritgerd_þjl_AG.pdf834.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna