Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40678
Markmið þessarar ritgerðar var að finna ástæðu þess að mismunandi atvinnugeirar hafa mismikla starfsmannaveltu, hvað þessir atvinnugeirar eiga sameiginlegt og hvað fyrirtæki geta gert til að sporna gegn starfsmannaveltu. Í þessari ritgerð fór höfundur yfir skilgreiningar sem hafa verið notaðar til að lýsa starfsmannaveltu, helstu ástæður starfsmannaveltu og þau áhrif sem starfsmannavelta hefur á fyrirtæki.
Síðan tók höfundur fyrir þá helstu atvinnugeira sem hafa hátt hlutfall
starfsmannaveltu. Nokkrar heimildir voru fundnar fyrir hverja atvinnugrein til að lýsa því hvers vegna starfsfólk í þessum atvinnugeirum hætti eða var sagt upp og að lokum eru helstu niðurstöðurnar úr þeim heimildum dregnar saman og sameiginlegir þættir á milli atvinnugeira fundnir.
Niðurstöðurnar benda til þess að laun séu aðalástæða uppsagna í starfi þvert á atvinnugeira og staðsetningu á hvar fólk starfar í heiminum. Einnig voru ástæðurnar mismunandi eftir atvinnugeirum. Til að mynda var mikið um streitu hjá starfsmönnum í þjónustugeiranum, sem er möguleg skýring á því hvers vegna sú starfsstétt hefur hæstu starfsmannaveltuna. Þá var kulnun í starfi helsta ástæða starfsmannaveltu meðal hjúkrunarfræðinga. Höfundur telur að þessar niðurstöður megi draga saman og að þær gefi til kynna að ástæðan fyrir þeim séu lélegir stjórnendur og að fyrirtæki komi ekki til móts við starfsmenn sína sem ýtir undir þetta háa hlutfall starfsmannaveltu. Ef fyrirtæki vilja minnka starfsmannaveltu þá er fljótasta lausnin að hækka laun starfsmanna og gildir það fyrir alla atvinnugeira og staðsetningar fyrirtækja. Albesta lausnin er þó sú að vera með góða yfirmenn sem ráða til sín gott starfsfólk og vanda því ráðningarferlið og passa að starfsmenn fái góða þjálfun. Önnur góð leið til að minnka starfsmannaveltu er að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma og passa að nægur mannskapur sé á vöktum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-Ritgerð-Arnar-Steinn-Þorsteinsson.pdf | 353,54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 206,04 kB | Lokaður | Yfirlýsing |