Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40679
Ódýrar og aðgengilegar flíkur hafa breytt því hvernig fólk verslar og fargar fötum. Hröð þróun og aukning á skynditísku hefur gert það að verkum að það sem er í tísku í dag, endar í ruslinu á morgun. Tískuiðnaðurinn stendur frammi fyrir aukinni meðvitund á starfsemi sinni vegna umhverfisáhrifa og er framleiðsla á fatnaði einn mest mengandi iðnaðurinn í dag. Þrátt fyrir umhverfisáhrif þeirra, þá heldur skynditískuiðnaðurinn áfram að vaxa. Auknar áhyggjur alvarleika loftlagsbreytinga hafa aukist mikið seinustu ár og spratt upp vitundarvakning eftir að Greta Thunberg og aðrir ungir umhverfisverndarsinnar fóru að mótmæla loftlagsbreytingum. Stöðug og hröð ofnotkun náttúruauðlinda flýtir fyrir loftlagsbreytingum sem er alvarleg ógn mannfólks og umhverfi þeirra.
Markmiðið með þessari rannsókn var að athuga hvort tengsl væru á milli umhverfishyggju og viðhorfs til skynditísku. Sömuleiðis var markmiðið að kanna kaup á skynditískufatnaði og meðvitund um framleiðsluhætti skynditískuiðnaðarins. Í rannsókninni var lögð sérstök áhersla á að kanna þessa þætti meðal ungs fólks og bera þeirra viðhorf og hegðun saman við þá sem eldri eru. Eftirfarandi rannsóknarspurning var sett fram sem rannsakandi lagði upp með að svara ,,Eru tengsl á milli umhverfishyggju og viðhorfs til skynditísku?“. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð við framkvæmd rannsóknarinnar og hannaður spurningalisti sem deildur var á samfélagsmiðlum. Spurningakönnunin var opin í þrjá daga og alls bárust 279 svör.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós mikla umhvefishyggju og mældist jákvæð fylgni á milli umhverfishyggju og viðhorfs til skynditísku. Enginn munur mældist á milli yngri og eldri þátttakenda í garð skalanna sem settir voru fram. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós meðvitund á framleiðsluháttum skynditískuiðnaðarins. Að auki hefur þorri þátttakenda verslað skynditísku áður, en viðhorf þeirra er samt sem áður neikvætt í garð skynditísku. Jafnframt leiddi í ljós að ungt fólk væru hræsnarar. Mikilvægt er að minnka neyslu á skynditísku og versla frekar vörur sem hægt er að nota lengur og sem gerðar eru úr betri gæðum.
Cheap and affordable garments have changed the way people buy and dispose of clothing. Rapid development and the rise of fast fashion has meant that what is trending today, ends up in the trash tomorrow. The fashion industry is facing an increased awareness of its activities due to the environmental impact, the production of clothing is one of the most polluting industries today. Despite their environmental impact, the fast fashion industry continues to grow. Concern about the severity of climate change has increased significantly in recent years. Awareness arose after Greta Thunberg and other young environmentalists protested against climate change. Constant and rapid overuse of natural resources accelerates climate change, which is a serious threat to humans and their environment.
The aim of this thesis was to examine whether there is a connection between environmentalism and attitudes towards fast fashion, as well as the acquisition of fast fashion and awareness of the production methods of the fast fashion industry, with an emphasis on young people. The following research question which the researcher set out to answer was "Is there a link between environmentalism and attitudes towards fast fashion?". A quantitative research method was used to conduct this thesis and a questionnaire was designed and shared on social media. The questionnaire was open for three days and received a total of 279 responses.
The results of this thesis showed a great deal of environmentalism and a positive correlation between environmentalism and attitudes towards fast fashion. No differences were measured between younger and older participants in terms of the scales presented. The results also revealed an awareness of the production methods of the fast fashion industry. In addition, most of the participants had purchased fast fashion before, but their attitude is nonetheless negative towards fast fashion. It also turned out that young people were hypocrites. It is important to reduce the consumption of fast fashion and to shop for products that can be used for longer and that are made out of better quality.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Karen Eva Jónsdóttir BS.pdf | 1.47 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 11.05 MB | Lokaður | Yfirlýsing |