en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4068

Title: 
 • Title is in Icelandic Úrlausnir kærunefndar jafnréttismála í málum vegna stöðuveitinga : yfirlit og þróun á árunum 1997 - 2009
Submitted: 
 • September 2009
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Meginmarkmið ritgerðarinnar er að skoða þróun úrlausna kærunefndar jafnréttismála frá árunum
  1997 – 2009. Ástæðan fyrir valinu er sú að oftar en ekki eru álit nefndarinnar umdeilanleg enda
  er verið að fjalla um viðkvæm mál. Við vinnslu ritgerðarinnar voru álitin flokkuð og sett inn í
  skjal þar sem horft var til hina ýmsu þátta. Þar ber helst að nefna hvaða kröfur voru gerðar til
  umsækjenda, hver var menntun þeirra og reynsla, hvað vó þyngst við ráðninguna og að lokum
  hver var rökstuðningur kærunefndar. Þessar breytur voru síðan notaðar til að sýna ýmsar
  tölulegar upplýsingar sem er að finna í ritgerðinni á myndrænan hátt.
  Í upphafi er fjallað um stjórnskipun, því næst þróun jafnréttismála og jafnréttislaga hér á landi.
  Þá er gerð grein fyrir stjórnsýslunni á sviði jafnréttismála og helstu stofnunum. Loks er farið yfir
  valin álit kærunefndar og niðurstöður unnar út frá þeim.
  Helstu niðurstöður skoðunnarinnar eru að stefnubreyting varð hjá kærunefnd jafnréttismála
  þegar Hæstaréttardómar nr. 121/2002 og nr. 330/2003 féllu. Svo virðist sem sönnunarbyrðin hafi
  orðið minni og atvinnurekandanum gefið aukið svigrúm til að meta huglæga þætti

Accepted: 
 • Oct 28, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4068


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
vigdis_thora_fixed.pdf424.52 kBOpenRitgerðin öllPDFView/Open