is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40680

Titill: 
 • Yfirferð lyfjalista í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017-2021
 • Titill er á ensku Medication review in primary care in the Reykjavík metropolitan area 2017-2021
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Fjölveikindi eru sífellt að aukast með hækkandi aldri þjóðarinnar og því fylgir aukin tíðni fjöllyfjameðferðar. Ýmislegt getur komið upp í fjöllyfjameðferð, sem dæmi má nefna keðjuverkun í lyfjaávísunum, lélega meðferðarheldni, aukaverkanir og milliverkanir. Rannsóknir sýna að með reglulegri lyfjayfirferð má koma í veg fyrir ýmiss konar vandamál tengd lyfjanotkun. Lyfjayfirferð er gagnleg ólíkum sjúklingum á ólíkum stigum heilbrigðisþjónustu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hópinn sem fékk úrlausnina „lyfjalisti yfirfarinn“ með tilliti til ýmissa þátta og skipt eftir kyni og aldri.
  Efni og aðferðir: Framkvæmd var lýsandi aftursýn gagnarannsókn. Rannsóknarþýð-ið samanstóð af skjólstæðingum heilsugæslustöðva höfuðborgarsvæðisins 60 ára og eldri sem höfðu fengið úrlausnina „lyfjalisti yfirfarinn“. Gögnin voru fengin úr Sögu-gagnagrunni heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 1. janúar 2017 til 30. september 2021. Gögnunum var lýst með algengistölum og hlutföllum.
  Niðurstöður: Samtals voru 57.543 lyfjalistar yfirfarnir fyrir 25.146 einstaklinga. Konur voru í meirihluta. Yngstu einstaklingarnir voru 60 ára og sá elsti var 105 ára. Viðtal var algengasta samskiptaformið. Af þeim sem fengu yfirferð var meirihlutinn í fjöllyfjameðferð en fjöldi lyfja jókst með hækkandi aldri. Tæp 20% þýðisins voru í lyfjaskömmtun á einhverjum tímapunkti á rannsóknartímabilinu. Algengustu lyfin voru flest í flokki N sem verkar á taugakerfið en algengasti 4. stigs ATC flokkurinn var prótónupumpuhemlar.
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að skjólstæðingum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fengu yfirferð lyfjalista fjölgaði umtalsvert. Flestar yfirferðir fóru fram í viðtali og stór hluti einstaklinga var í fjöllyfjameðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Multimorbidity is becoming more prevalent as the nation ages and thus also polypharmacy. Many events can occur in medicine including prescribing cascade, poor medication adherence, adverse events and, drug interactions. Research shows that with regular medication reviews, many problems related to medications can be prevented. Medication reviews have been proven useful for different patients in different levels of health care. The objective of this research was to look at the group who received a medication review with regard to various factors broken down by gender and age.
  Methods: The aim of this retrospective cohort study was to process data, interpret it and describe it. The study population was all patients 60 years and older in primary care in the Reykjavík metropolitan area who had their medication list reviewed. The study period was from the beginning of 2017 through September 2021. The data was described by prevalence figures and proportions.
  Results: 57.543 medication lists were reviewed for 25.146 different patients. Women were in a majority in most subgroups and received more reviews on average. Different types of communication were used but interviews were most prevalent. A majority of those who received a medication review were subject to polypharmacy and it became more prevalent with higher age. Almost 20% of the population were dose dispensing patients at some point of the study. The youngest subject was 60 years of age and the oldest 105. Many of the most common medications were in the first level ATC group N and the most common fourth level ATC group was proton pump inhibitors.
  Conclusions: The findings show that the number of clients of primary care in the Reykjavík metropolitan area who received a medication review increased significantly. Most reviews were conducted in an interview and polypharmacy was prevalent.

Samþykkt: 
 • 25.4.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40680


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirferð lyfjalista í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017-2021.pdf2.04 MBLokaður til...31.12.2024HeildartextiPDF
Skemman-yfirlysing.pdf169.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF