is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40691

Titill: 
  • Hagsmunasamtök bænda: Söguágrip og samskipti við hið opinbera
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að kanna hvernig landbúnaðarkerfið á Íslandi, eins og við þekkjum í dag, komst á og hvernig samskiptum hagsmunasamtaka bænda og hins opinbera hvað viðvíkur mótun og framkvæmd opinberrar stefnu í málaflokknum hefur verið háttað. Til þess var stuðst við kenningarramma sem lýsir sögulegri stofnanahyggju, plúralisma og síðast en ekki síst korporatisma.
    Færa má rök fyrir því að starfsemi hagsmunasamtaka og stjórnarfar ríkja spegli hvort annað. Öflug, fjölmenn hagsmunasamtök eru líklegri til að þrífast í löndum sem kenna sig við lýðræði en þeim sem búa við annars konar stjórnkerfi. Saga hagsmunasamtaka bænda á Íslandi nær aftur til fyrri hluta 19. aldar og um hana hefur margt verið ritað. Svo virðist sem fljótlega eftir stofnun hagsmunasamtakanna hafi komist á tenging við hið opinbera sem færðist heldur í aukana eftir því sem tímanum vatt fram. Lífseigar hefðir og venjur sköpuðust sem sumar hverjar fengu síðar lagastoð. Sem dæmi má nefna ríkisstuðning, nefndarskipan, frumvarpsgerð, lagaframkvæmd o.fl. Hvor aðilinn þurfti á hinum að halda og kristallaðist það í eins konar pólitískum vöruskiptum sem aftur einkennir korporatísk samskipti. Það væri oftúlkun að segja að þau hefðu meitlast í stein en ákveðin einkenni þeirra eru vissulega til staðar.
    Litróf stjórnmálanna á Íslandi virðist á stundum hafa haft áhrif á hversu mikil tenging var milli hagsmunasamtaka bænda og hins opinbera og áhugavert gæti verið að fara dýpra ofan í það.

Samþykkt: 
  • 28.4.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40691


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kári - loka (skila í kvöld).pdf664.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman.pdf308.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF