is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40693

Titill: 
  • Kortlagning nýsköpunarfyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi og kyn æðstu stjórnenda þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hafa áhyggjur mannsins af ofnýtingu auðlinda hafsins orðið til þess að mikil gróska hefur átt sér stað í nýsköpun tengdri hafinu og þá sérstaklega hér á landi. Samhliða þessari þróun hefur umræðan um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaðinum aukist. Markmið þessarar ritgerðar var að finna þau fyrirtæki sem stunda nýsköpun tengda sjávarútveginum á Íslandi og kortleggja, ásamt því að skoða stöðu kvenna innan þeirra með tilliti til kynjaskiptingu æðstu stjórnenda og bera saman við kynjaskiptingu æðstu stjórnenda í sjávarútveginum heilt yfir. Sjávarútvegurinn hefur alltaf þótt karllæg atvinnugrein og kynjaskipting meðal æðstu stjórnenda innan hans er enn frekar ójöfn. Í þessari rannsókn var gögnum aflað í gegnum vefsíður fyrirtækja og í samskiptum við starfsmenn eftir því sem þurfti.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að það eru að minnsta kosti 71 fyrirtæki sem stunda nýsköpun tengda sjávarútveginum á Íslandi, flest þeirra starfa í tæknilausnum og líftækni og stór meirihluti þeirra er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu. Þá sýndu niðurstöður einnig að konur eru í minnihluta sem æðstu stjórnendur þessara fyrirtækja eða 27%, en þó hlutfallslega fleiri en í sjávarútvegi almennt. Eins eru konur í meirihluta í fyrirtækjum tengdum fæðubótarefnum og til jafns við karlmenn í líftæknifyrirtækjum. Loks mátti sjá að því yngri sem fyrirtækin eru, því hærra verður hlutfall kvenna í æðstu stjórn. Ljóst er að jafnrétti kynjanna er ekki enn náð en útlit er fyrir að þróunin sé á réttri leið.

Samþykkt: 
  • 28.4.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SF_lokaritgerd_skil.pdf773,2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_sf.pdf878,85 kBLokaðurYfirlýsingPDF