is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40694

Titill: 
  • Sóknaráætlanir landshluta - Markmið, árangur og ábyrgð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samningar um sóknaráætlanir landshluta eru samstarfsverkefni ráðuneyta og landshluta-samtaka fyrir hönd sveitarfélaga, með aðkomu íbúa hvers landshluta. Með þeim eru færð aukin völd, og um leið ábyrgð, út í landshlutana, hvað varðar ráðstöfun opinbers fjár sem varið er til byggðaþróunar og samfélagsverkefna. Ákvarðanatakan er þannig færð nær heimamönnum.
    Í ritgerðinni er greint frá niðurstöðum tilviksrannsóknar sem byggir á eigindlegum aðferðum. Leitast var við að varpa ljósi á þau markmið, sem liggja að baki sóknaráætlana landshluta og hvort þau hafi náðst. Einnig að skýra hver ber ábyrgð á framkvæmd sóknaráætlana og þá gagnvart hverjum. Fyrirliggjandi gögn um sóknaráætlanir voru greind og hálfstöðluð viðtöl tekin við átta aðila, sem þekkja til framkvæmdar áætlananna.
    Helstu niðurstöður eru þær að almennt séð er ánægja með þá valddreifingu og um leið valdeflingu sem í sóknaráætlunum felast, sem er eitt meginmarkmiða samninga um þær. Hafa markmið samninganna náðst upp að ákveðnu marki. Áætlanirnar eru samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar í stöðugri þróun og er vinnuferlið sífellt að slípast til. Landshlutasamtökin eru ábyrgðaraðili áætlananna og bera tvíþætta ábyrgð, annars vegar gagnvart ríkisvaldinu en hins vegar gagnvart sveitarstjórnum á sínum starfssvæðum.

Samþykkt: 
  • 28.4.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur Valborg Hilmarsdóttir MPA lokaritgerð.pdf1,37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna UVH.pdf68,33 kBLokaðurYfirlýsingPDF