Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40698
Meginmarkmið lokaverkefnisins er að gera grein fyrir því hvernig notkun almennings á vefnum, gagna-kapítalismi og sköpun miðlægra vefvettvanga hefur leitt til þess að örfá stórfyrirtæki stjórna stærstum hluta vefumferðar almennings. Gerð er grein fyrir tengslum á milli valds til að stýra því hvernig vefurinn birtist notendum og valdi til að hafa áhrif á notandann sjálfan. Stiklað er á stóru yfir félagslegar og tæknilegar aðferðir sem notaðar eru til að stýra umferð notenda um vefinn og hvaða hættur kunna að fylgja slíku valdi. Upplýst umræða um hvernig vefurinn birtist notendum og hvaða áhrifa miðstýringar gætir í þeim efnum er forsenda þess að notendur skilji tækifæri og takmarkanir internetsins. Með því er átt við að efni og upplýsingar birtast notendum ekki með fullkomlega hlutlausum hætti. Almenningur leitar eftir upplýsingum um staðreyndir á netinu en upplýsingarnar koma frá takmörkuðum hópi. Vefmenning endurspeglar ekki alþjóðleg gildi eða sameinaða menningu mismunandi þjóða heldur miklu frekar viðhorf ákveðinna hópa. Með notkun algóritma er aðgengi að hluta vefsins einnig takmarkað með sérsniðinni vefupplifun. Þar sem notendur reiða sig á vefvettvanga birtist ekki stór hluti þess efnis sem sett er á veraldarvefinn. Hið mikla vald sem fylgir miðstýringu getur hæglega leitt til misnotkunar og rekstraraðilar vefvettvanga eða skýjalausna hafa ekki alltaf fylgt ábyrgri samfélagsstefnu. Erfitt er að viðhafa eftirlit með slíkum starfsháttum þar sem mikil leynd ríkir um uppsetningu algóritma stóru tæknifyrirtækjanna. Gerð er grein fyrir því hvernig einstakar hreyfingar sem mótast hjá almenningi gera tilraunir til að spyrna gegn óæskilegum áhrifum miðstýringar, m.a. með því a takmarka eftirlit með netnotkun. Þessi þróun er sett í samhengi við nýlegar tækninýjungar og m.a. vikið að því hvernig bálkakeðjutækni gæti nýst til að byggja upp vef 3.0 og hvaða hugmyndir um nýjan veraldarvef kunni að leiða til enn frekari miðstýringar.
This thesis explores the relationship between big tech companies and the centralization of web experience amongst consumers. The web was initially developed through means of decentralization and is indeed a distributed network of nodes at its core. Despite its distributed nature web traffic is increasingly clustered around platforms that are operated by a few big companies. This development has largely been accelerated by data capitalism which concentrates power and the ability to streamline the web experience at corporate level. This notion is explored in details and comparisons drawn to theories of Michel Foucault and the realities of algorithmic driven technologies and filter bubbles that stem from the factor of centralization. Attempts are made to clarify the digital gap that dilutes any concept of the web displaying a universal vision of culture and facts whereas technology development may in fact lead to the manipulation of truth, especially in states where governments control web access. While recognizing individual movements which seek to enforce the availability of truth to the masses this thesis concludes that material development is more likely to stem from a different web architecture as per the notion of Web 3.0 which is largely being explored in different ways. The rise of the spatial web may propose new privacy issues if led by the big tech companies but the rapid development in blockchain and distributed ledger technology beyond fintech may very well give way to a new web basis which could possibly lead to the re-decentralization of the web.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Loka_miðstýring_veraldarvefsins_medViðauka.pdf | 949,18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| FPyfirlýsing.pdf | 442,17 kB | Lokaður | Yfirlýsing |