Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40699
Í ritgerð þessari er ætlunin að búa til fyrsta myndhljóðasafn úr íslenskum teiknimyndasögum eftir ólíka rithöfunda sem gefnar voru út á mismunandi tímum. Aðalrannsóknarspurningin felst í því að skoða að hve miklu leyti íslensku myndhljóðin brjóta þeim reglum sem ríkja í íslenska málkerfinu. Gerð verður grein fyrir hljóð-, hljóðkerfis-, orðhluta- og merkingarfræðilegum atriðum á borð við atkvæðagerð, endurtekningu, hljóðskipunarreglur, stafsetningu, áhrif erlendra tungumála, orðmyndunaraðferðir og tengsl milli forms og merkingu. Jafnframt verður gerður samanburður við önnur tungumál og skoðað verður hvort niðurstöðurnar séu í samræmi við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu viðfangsefni í öðrum tungumálum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Um hljóðgervinga, myndhljóð og hljóðtáknun í íslenskum teiknimyndasögum.pdf | 4.58 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing fyrir Skemmuna - Fabio Teixido Benedi.pdf | 162.28 kB | Lokaður | Yfirlýsing |