is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/407

Titill: 
  • Trúarbragðavefurinn : greinargerð með námsvef um þrenn af áhrifamestu trúarbrögðum heims
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í fjölmenningarlegu samfélagi er nauðsynlegt að fólk fræðist um siði og gildi annarra menningarhópa en síns eigin. Trúarbrögð eru mikilvægur þáttur hverrar menningar og skilningur á þeim stuðlar að umburðarlyndi og bættum samskiptum manna á milli. Að hunsa tilvist trúarbragða getur hins vegar valdið fordómum og ótta. 21. aldar hæfni eru þeir eiginleikar sem talið er að fólk þurfi að tileinka sér til að vera samfélagslega hæfir á upplýsinga- og tækniöld. Fólk þarf ekki bara að skilja og kunna að notfæra sér þá miðla sem eru við lýði í samfélaginu í dag, heldur einnig að þekkja og skilja mismunandi menningu, trúarbrögð og siði. Netið er mikilvægt tæki til samskipta og upplýsingaöflunnar í leik og starfi. Til að undirbúa nemendur undir störf í þjóðfélaginu er því mikilvægt að tölvan og Netið sé eðlilegt verkfæri í grunnskólum landsins.
    Trúarbragðavefnum er ætlað að koma til móts við aukna áherslu á trúarbragðafræðslu í grunnskólum. Á honum að finna kynningu á þremur af áhrifamestu trúarbrögðum heims: gyðingdóm, íslam og búddhadóm. Síðar munu önnur áhrifamikil trúarbrögð bætast í þennan hóp, til dæmis kristni og hindúasiður. Á vefnum er fjallað um þætti sem almennt er talið að flest trúarbrögð eigi sameiginlega eins og sagnir, siðfræði og helgiathafnir. Vefurinn er ríkulega myndskreyttur og á honum er að finna gagnvirk verkefni, tenglasöfn og viðamikinn vefleiðangur um trúarbrögð. Efni þetta er hugsað til að vekja áhuga nemenda á efninu og þjálfa þá í sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun. Með tilkomu vefjarins opnast möguleikar fyrir kennara að samflétta trúarbragðakennslu við upplýsingamennt. Auk þess getur hann nýsts sem uppflettivefur um trúarbrögð fyrir almenning.

Samþykkt: 
  • 15.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf371.97 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Vefur.zip76.93 MBOpinnVefurGNU ZIPSkoða/Opna