Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40702
Húsnæðiskaup eru alla jafna stærsta fjárfesting einstaklinga á ævinni og þarf því að ígrunda fjárfestinguna vel áður en ákvörðun er tekin um kaup á fasteign. Einstaklingur sem tekur húsnæðislán þarf að vera vakandi fyrir þeim þáttum sem gætu haft áhrif á vaxtakostnað og annan kostnað tengdan endurgreiðslu lánsins. Vaxtaumhverfið hér á landi var óstöðugt í kjölfar fjármálakreppunar 2008 og voru vextir sem og verðbólga há, atvinnuleysi var hátt í sögulegu samhengi og því var erfitt fyrir einstaklinga að standast greiðslumat. Fasteignir sem voru í boði, voru margar hverjar yfirveðsettar og fasteignamarkaðurinn fór í frost ef svo má að orði komast þar sem eftirspurn var lítil eftir íbúðarhúsnæði en nægt framboð á eignum. Húsnæðiskaupum hefur þó farið fjölgandi á síðastliðnum árum og jókst verulega vegna heimsfaraldurins þegar Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sem fóru í sögulegt lágmark.
Það getur verið erfitt fyrir lántakendur að velja hvaða lánsform sé hentugast þar sem markmið, greiðslugeta og forsendur hvers og eins eru mismunandi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra lána og val er um fasta eða breytilega vexti.
Síðastliðin ár hafa þó lánastofnanir komið með meira úrval af lánum. Bankarnir hafa farið að bjóða upp á sérstök lán fyrir einstaklinga sem eru að kaupa sína fyrstu eign. Stýrivextir geta því miður ekki haldist lágir til lengri tíma eins og þeir hafa verið síðan að heimsfaraldurinn skall á og er Seðlabankinn farinn að hækka vexti á ný sem getur haft áhrif á lántakendur og greiðslubyrði þeirra.
Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvaða áhrif vaxtaumhverfið hér á landi hefur á greiðsluflæði einstaklinga. Sérstök áhersla er lögð á áhrif vaxtabreytinga á einstaklinga með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Þar sem Seðlabankinn er farinn að hækka vexti á ný er kannað hvaða á áhrif vaxtahækkanir hafa á lántakendur með óverðtryggða breytilega vexti og áhrif á eignamyndun þeirra. Einnig er farið yfir hvort lánaformið sé hagstæðara fyrir lántakendur og hvort það sé í raun og veru hagstæðara í dag að fara á leigumarkaðinn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 817,36 kB | Lokaður til...05.04.2050 | Heildartexti | ||
yfirlysing.pdf | 221,09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |