is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40706

Titill: 
  • Manni var þeytt inn í framtíðina: Upplifun og bjargráð náms- og starfsráðgjafa í byrjun COVID-19.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari eigindlegu rannsókn var að fá innsýn í upplifun og bjargráð náms- og starfsráðgjafa á Íslandi þegar heimsfaraldurinn COVID-19 skall á í byrjun ársins 2020. Til að minnka útbreiðslu veirunnar COVID-19 voru tilmæli frá sóttvarnarteymi landlæknis á Íslandi að loka sem flestum vinnustöðum og skólum. Til þess að halda áfram að viðhalda þjónustunni við ráðþega var helsta úrræði náms- og starfsráðgjafa að mæta ráðþegum í gegnum stafræna ráðgjöf. Tekin voru opin viðtöl við sjö náms- og starfsráðgjafa er starfa með fullorðnum á höfuðborgarsvæðinu. Viðmælendur starfa ýmist í háskóla, sí- og endurmenntunstöð eða á Vinnumálastofnun. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að viðmælendur upplifðu óöryggi og streitu í byrjun heimsfaraldursins, einnig greindu viðmælendur frá álagi en viðmælendur áttu annríkt í sínu starfi á tímum COVID-19. Til þess að viðhalda þjónustu ráðþega var helsta bjargráð viðmælenda meðal annars að styðjast við fjarfundabúnaðarinn Microsoft Teams. Meginniðurstöður sýndu einnig fram á jákvætt viðhorf meðal viðmælenda til stafrænnar náms- og starfsráðgjafar og greindu viðmælendur frá vilja til að styðjast við stafræna ráðgjöf og fjarfundabúnað áfram og í framtíðinni. Rannsóknin sýnir að margt gott kom í kjölfar faraldursins fyrir þróun fagstéttar náms og starfsáðgjafa. Þar sem ráðþegum var nær eingöngu mætt ráðþegum á tímum COVID-19 í gegnum stafræna ráðgjöf þá jókst færni og reynsla náms- og starfsráðgjafa til muna í henni. Vegna hraðfarar tækniþróunar í kjölfar heimsfaraldurs er ályktað svo að ekki sé hægt að líta framhjá mikilvægi fagþekkingar á samskiptatækni og stafrænni ráðgjöf. Stafræn náms- og starfsráðgjöf er komin til að vera og er því mikilvægt að efla færni og viðhalda þekkingu á nýjustu tækni og aðferðum til að mæta ráðþega þar sem hann er staddur, hvort sem það er í gegnum fjarviðtöl eða staðarviðtöl.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this qualitative study was to gain insight into the experience and resources of educational and career counselors during the early days of the pandemic COVID-19. To reduce the spread of the COVID-19 virus, the epidemiological team recommended closing as many workplaces and schools as possible. In order to continue their work as educational and career counselors, their main resource was to meet clients through digital counseling. Open interviews were conducted with seven study and career counselors who work with adults in the capital area. Either at a university, lifelong learning center or at an employment agency. The findings of the study showed that the interviewees experienced insecurity and stress at the beginning of COVID-19, for the interviewees were really busy at work during the COVID- 19 era. In the days of COVID-19, the main resource for interviewees was to rely on Microsoft Teams teleconferencing equipment to maintain the services of consultants. The findings indicate that the interviewees want to rely more on teleconferencing equipment in the future and work alternately from home and at work. In addition, the findings showed a positive attitude among the interviewees towards digital study and career counseling. It can be said that many good things have come in the wake of the epidemic, especially for the development of the profession in educational and career counselling in Iceland. If the epidemic had not hit so quickly, educational and career counseling in Iceland would no doubt not have come as far in digital counseling as it does today. Due to the rapid technological development due to the pandemic, it is concluded that the importance of professional knowledge of communication technology and digital consulting can not be overlooked. Digital study and career counseling is here to stay and it is therefore important to develop skills and maintain knowledge of the latest technology and methods for meeting counselors where they are, whether it is through remote interviews or on-site interviews.

Samþykkt: 
  • 29.4.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40706


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IMG_0994.pdf3.26 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Manni var þeytt inn í framtíðina.pdf803.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna