Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40709
Markmiðið með þessari eigindlegu rannsókn var að öðlast innsýn í aðstæður og reynslu kvenna sem farnar eru af vinnumarkaði vegna aldurs. Sérstaklega var litið til upplifunar þeirra af eigin starfslokum, hvort þær hafi undirbúið þau og, ef svo var, með hvaða hætti það hafi verið gert. Einnig var lögð áhersla á að afla upplýsinga um þá áhrifaþætti sem þær töldu stuðla að árangursríkri aðlögun að starfslokum. Tekin voru opin viðtöl við sjö konur á aldrinum 68–79 ára. Niðurstöður leiddu í ljós að þrátt fyrir að undirbúningur starfsloka hafi verið af skornum skammti hafði hann áhrif á aðlögun að starfslokum. Hann var helst í formi fjárhagslegs undirbúnings. Þátttakendur upplifðu flestir frelsistilfinningu eftir starfslok. Þeir fundu fyrir söknuði eftir vinnufélögum en ekki eftir fyrrum vinnustað sem slíkum. Í tengslum við aðlögun að starfslokum töldu þátttakendur að jákvætt hugarfar og góð heilsa væru sérlega mikilvægir þættir, sem og að viðhalda félagslegri og líkamlegri virkni. Breytingar á daglegu lífi eftir starfslok voru flestar jákvæðar en lakari fjárhagur var talinn vera neikvæð breyting. Niðurstöður rannsóknarinnar mætti nýta sem innlegg fyrir frekari eflingu starfslokafræðslu og ráðgjafar hér á landi sem og til þróunar heildrænnar stefnu um ævilanga náms- og starfsráðgjöf.
The aim of this qualitative study was to explore the experience of women who have entered retirement. Particular attention was given to their experience of retirement, whether they had prepared for it and, if so, in what way. Emphasis was also placed on obtaining information on the influencing factors that have a positive effect on adjustment to retirement. Open interviews were conducted with seven women aged 68-79 years. The results showed that even though the preparation for retirement was not extensive, it affected the adjustment to these life changes. The preparation was mainly in the form of financial organization. Most participants experienced a feeling of freedom after their retirement. After retirement they did not miss their former workplace but rather the social interaction and friendship with their co-workers. In the context of retirement adjustment, a positive attitude and good health was particularly important, as well as participating in social activities. Changes in daily life after retirement were mostly positive and the main negative change was poorer finances. The results of the study could be used in counseling interventions for retirees, as well as for the development of a comprehensive policy on lifelong career guidance.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.jpeg | 300,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
Ný skil til Guðbjargar.pdf | 763,93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |