is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40713

Titill: 
 • ,,Við þurfum bara að stefna öll í sömu áttina og þá eru okkur allir vegir færir“
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hérlendis hafa fjölmargar stofnanir tekið það skref að innleiða sjálfbærni í heildarstefnu eða móta sér stefnu með sjálfbærni að leiðarljósi. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða þær forsendur sem stjórnendur stofnana hafa til þess að innleiða sjálfbærni í stefnu stofnana og fyrirtækja og hvaða aðferðum þeir beita í því skyni.
  Tekin voru viðtöl við tólf stjórnendur stofnana sem hafa tekið þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. Þeir voru sammála um það að sjálfbærni sé óhjákvæmileg fyrir rekstur og ímynd stofnana og fyrirtækja, um leið sé ekki nóg að þróa stefnu með sjálfbærni að leiðarljósi einungis að nafninu til, heldur þurfi að innleiða stefnuna og gæta þess að hún nái þvert yfir alla skipulagsheildina.
  Viðtölin voru greind með fyrirbærafræðilegri nálgun og í niðurstöðum rannsóknar komu fram fimm þemu, sem eru: sjálfbærni er óhjákvæmileg, þolinmæði fyrir ferli, mannlegir þættir og örar breytingar. Við greiningu gagna komu í ljós að innleiðing stefnu með sjálfbærni að leiðarljósi byggist á markvissum samskiptum við starfsfólk og að fá alla innan skipulagsheildarinnar til þess að vera fylgjandi hugmyndafræðinni um sjálfbærni og hvernig hún tengist störfum allra sem þar starfa. Þar skipti upplýsingamiðlun, hvatning og fræðsla meginmáli.
  Lykilhugtök: Sjálfbærni, stefna, stjórnendur, að stýra breytingum

Samþykkt: 
 • 29.4.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
,,Við þurfum bara að stefna öll í sömu áttina og þá eru okkur allir vegir færir“.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing EMS.pdf172.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF