is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40718

Titill: 
  • Tengslamyndun og parasambönd einstaklinga á fullorðinsárum sem hafa alist upp við vímuefnaröskun foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildaritgerð eru áhrif þess á líf einstaklinga að alast upp hjá foreldri með vímuefnaröskun könnuð, og hvernig það getur fylgt þeim fram á fullorðinsár. Áhersla er lögð á líðan einstaklinga sem hafa alist upp við vímuefnaröskun og tengslamyndun og parasambönd þeirra á fullorðinsárum. Markmið ritgerðarinnar er einnig að varpa ljósi á áhrif vímuefnaröskunar einstaklings á aðra fjölskyldumeðlimi andlega, líkamlega og félagslega. Gert er grein fyrir hugtakinu vímuefnaröskun og alþjóðlegum greiningarkerfum sem eru notuð til að greina vímuefnaröskun. Farið er yfir helstu kenningar er snúa að að fjölskyldunni. Auk þess er fjallað um hugtakið fjölskylda og hvað telst vera heilbrigð fjölskylda og óstarfhæf fjölskylda. Þá er einnig fjallað um hæfni foreldra til þess að ala upp barn og hvernig vímuefnaröskun getur haft áhrif á getu foreldra til þess. Gert er grein fyrir verndandi þáttum og áhættuþáttum barna sem alast upp við vímuefnaröskun innan fjölskyldu. Gert er grein fyrir starfi félagsráðgjafa er kemur að málefnum einstaklinga með vímuefnaröskun og aðstandendum þeirra. Undir lokin er farið yfir þau úrræði sem eru í boði fyrir fjölskyldumeðlimi til þess að takast á við þau áhrif sem vímuefnaröskun einstaklings kann að hafa á alla fjölskylduna.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að vímuefnaröskun hefur ekki einungis áhrif á einstaklinginn sem er með vímuefnaröskun heldur allt fjölskyldukerfið í heild. Þá geta allir innan fjölskyldunnar upplifað andlega, líkamlega og félagslega vanlíðan. Fjölskyldumeðlimir geta jafnframt skort tilfinningalega nánd þar sem fjölskyldulífið er flókið og samskiptin eru óeðlileg. Fullorðin börn foreldra með vímuefnaröskun hafa gjarnan minni getu til að mynda tengsl og tjá tilfinningar sínar við aðra. Þá hafa þau einnig tilhneigingu til að forðast parasambönd og/eða fara í samband með maka með vímuefnaröskun sem glímir við sömu hegðun og foreldrar þeirra gerðu.

Samþykkt: 
  • 2.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing_jhj12_bsh11.pdf294.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-ritgerð_jhj12_bsh11.pdf527.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna