is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40722

Titill: 
 • „Er þetta ekki nógu gott fyrir jazz“? Jazz á Íslandi sem menningarvettvangur: Félagsleg staða og sjálfsmynd jazztónlistarfólks á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Þessi rannsókn fjallar um jazztónlistarvettvanginn á Íslandi. Megin tilgangur hennar er að kortleggja vettvanginn, athuga hvaða átök eiga sér þar stað og skoða með hvaða hætti upplifanir og sjálfsmynd jazztónlistarfólks birtist. Rannsóknin er eigindleg og eru niðurstöður hennar settar í samhengi við kenningar félagsfræðingsins Pierres Bourdieu um menningarvettvanginn, stigveldi hans og stöðutöku einstaklinga. Einnig eru niðurstöður hennar settar í samhengi við menningarsögulega þætti jazzins, ferð hans frá Bandaríkjunum til Evrópu og Íslands og skoðað hvernig frásagnarhefð jazzsögunnar birtist á íslenskum jazzvettvangi. Tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga sem allir hafa eða hafa haft jazztónlistarflutning að aðalstarfi.
  Á Íslandi hefur bandarísk frásögn jazzins verið ráðandi á vettvangnum og hvernig tónlistarfólk upplifir og þekkir söguna. Jazzinum fylgdi hin ameríska orðræða þegar hann barst til landsins í kringum 1920, en tók á sig íslensk einkenni. Jazz var álitinn lágmenning villimannsins. Þrátt fyrir að hafa skriðið upp stigveldi menningarvettvangsins, fylgir jazzinum ákveðin menningareinkenni sem jazztónlistarfólki þykir erfitt að hrista af sér. Jazztónlistarfólk upplifir að jazzinn sé álitinn neðar í stigveldinu, jazztónlistarfólk þurfi ekki jafn góð laun og annað tónlistarfólk, þurfi ekki jafn góða aðstöðu til tónlistarflutnings og viðmót eða umgjörð líkt og klassískt tónlistarfólk.
  Einstaklingshyggjan er ráðandi afl á jazztónlistarvettvangnum á Íslandi. Bæði er einstaklingurinn upphaf og endir góðs jazzspuna og flutnings, en einnig eru kanónur jazzsögunnar og þeirra einstaklingssögur, valdhafar yfir þeim einstaklingum sem læra og starfa á vettvangnum í dag. Ennfremur gengur jazzvettvangurinn fyrir drifkrafti einstaklinga og frumkvæðisgetu og hæfni þeirra til að spjara sig upp á eigin spýtur á vettvangnum. Í áranna rás hefur jazztónlistin skapað sínar eigin hefðir og óskrifuðu reglur. Hefðin innan jazzvettvangsins auk sterkrar hefðar klassískrar tónlistar, hefur vald yfir því hvernig jazztónlistarfólk sér vettvanginn og lítur á sjálft sig.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis focuses on the Icelandic jazz scene as a field of cultural production. Its primary purpose is to map the field and its conflicts, and explore how jazz musicians‘ identity is influenced by their experiences of the scene. The thesis is based on qualitative research, and its findings are put in context with Pierre Bourdieu's theories of the field of cultural production, its power struggles, and position-taking. The main findings are furthermore placed contextually within jazz‘s cultural history, its emergence from the United States into Europe and Iceland, and how jazz‘s narrative traditions have consequentailly appear in the Icelandic field of jazz. Four professional jazz musicians were interviewed for the thesis.
  The American-centered narrative of jazz has been a dominant force in how Icelandic musicians experince and perceive the history of jazz. Jazz discourse from America, followed jazz culture when Icelanders discovered the music around 1920, but the discourse soon took on Icelandic characteristics. Jazz was considered a lower form of culture. Despite jazz‘s elevation within the hierarchy in the cultural field, jazz has cultural characteristics which jazz musicians find challenging to separate from, as jazz musicians experience the form of jazz to be lower in cultural hierarchies, affecting elements of salary, treatment, infrastructure and framework as opposed to classical musicians.
  Individualism is a dominant force in the Icelandic jazz field. A good jazz solo and performance are based on the individual. The jazz canons and their individual stories are also a force of power over those who are learning jazz, or working as musicians in the jazz field today. Furthermore: the field of jazz is powered by individuals and their ability to survive independently, their initiative, and their pioneering. Through the years, jazz has shaped its traditions and unwritten rules. The tradition within the jazz field, along with deep-rooted conventions of classical music, has power over how jazz musicians experience the field and how they perceive themselves.

Samþykkt: 
 • 2.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
iok1, Yfirlýsing fyrir Skemmuna.pdf191.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokautgafa_1.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna