Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40724
Markmið þessarar rannsóknar var að greina stöðu sjúkraflutninga og bráðaþjónustu á Íslandi í dag og velta fyrir sér hvaða rekstrarfyrirkomulag sé hentugast. Í dag er sjúkraflutningum og bráðaþjónustu ýmist sinnt af heilbrigðisstofnunum í beinum opinberum rekstri eða af slökkviliðum fyrir hönd sveitarfélaga með þjónustusamningum við hið opinbera. Þá voru möguleikar einkareksturs einnig skoðaðir lítillega. Áhrif þessara stjórntækja, beins opinbers reksturs og þjónustusamninga, voru metin samkvæmt matskvarða sem Lester M. Salamon setti fram í bók sinni The Tools of Goverment: A Guide to the New Governance.
Rannsóknin er eigindleg rannsóknarritgerð. Tekin voru viðtöl við níu einstaklinga sem starfa fyrir heilbrigðisstofnanir eða slökkvilið og eru í forsvari fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu. Þeirra ólíku sjónarhorn og skoðanir á sjúkraflutningum og bráðaþjónustu voru dregnar fram. Þá var gögnum safnað úr áður birtu efni.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé neinn munur á því hvort sjúkraflutningum og bráðaþjónustu sé sinnt í beinum opinberum rekstri fyrir heilbrigðisstofnanir eða á vegum slökkviliða í gegnum þjónustusamninga við ríkið. Frekari niðurstöður sýndu að óraunhæft er að veita fullkomna einsleita þjónustu á öllum stöðum á landinu. Því þurfi að leggjast í endurskipulagninu á þjónustunni með það að markmiði að þrepaskipta þjónustunni og koma fyrsta viðbragði fljótt á staðinn og bæta svo frekara viðbragði með hærra menntunarstigi við eftir þörfum. Þá þarf einnig að leggjast yfir gæðamál hvort sem er gæðaviðmið eða gæðaeftirlit því þeim virðist vera ábótavant af hálfu þess sem ber ábyrgð á þjónustunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HH-ritgerð Lokaútgáfa.pdf | 782,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 242,55 kB | Lokaður | Yfirlýsing |