Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40727
Fyrirtæki hafa í auknum mæli gert sér grein fyrir mikilvægi þess að skapa tengsl við viðskiptavini. Hugmyndafræðin stjórnun viðskiptatengsla eða CRM er gjarnan nýtt við það en hún snýst um að búa til og bjóða viðskiptavinum vöru og þjónustu sem fullnægir þörfum þeirra og löngunum. Flestir eiga snjallsíma í dag og gefur það fyrirtækjum möguleika á því að eiga í samskiptum við viðskiptavini sína og safna upplýsingum um þá hvar og hvenær sem er. Einnig geta fyrirtæki boðið viðskiptavinum sínum merkt smáforrit þar sem þau geta komið vörum sínum og þjónustu á framfæri en á sama tíma styrkt samband sitt við viðskiptavini. Rannsóknir hafa sýnt að jákvætt samband er á milli notkunar viðskiptavina á merktum smáforritum og tengsla viðskiptavina við fyrirtæki. Einnig að notkun þeirra leiði til jákvæðs viðhorfs til þess vörumerkis sem smáforrit er merkt og að merkt smáforrit hvetja viðskiptavini ekki bara til að versla heldur geta þau líka fengið viðskiptavini til að versla aftur og aftur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS lokaskil AO.pdf | 396.94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Agnes skemman.jpg | 154.39 kB | Lokaður | Yfirlýsing |