Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40728
Ljóst er að miklar vaxtalækkanir áttu sér stað í kjölfar Covid faraldursins og margir sem nýttu sér þessar lækkanir vaxta til að komast inná fasteignamarkaðinn eða endurfjármagna þáverandi lán sín til að fá betri kjör. Einnig hefur markaðurinn hækkað verulega mikið frá því að vaxtalækkanir komu til og mikil umfram eftirspurn hefur myndast. Þetta vekur upp spurningar um hvort markaðurinn geti bara hækkað endalaust án þess að leiðrétta sig og hvort einstaklingar hafi fengið að taka lán á óeðlilega lágum vöxtum ef til lengri tíma er litið, getur það haft í för með sér slæmar afleiðingar? Leitast er eftir því að svara hvort bóla sé að myndast á íslenskum fasteignamarkaði, til þess að komast að niðurstöðu er markaðurinn borinn saman við Bandaríkjamarkað árið 2008 þegar hann hrundi. Byrjað er á að velta upp hugtakinu fasteignabóla, yfir í að skoða Bandaríkjamarkað árið 2008 og hvað hafi valdið þessu öllu þar. Einnig er skoðuð kvikmynd sem er byggð á hruninu á Bandaríkjamarkaði á þessum árum. Fasteignamarkaðurinn á Íslandi skoðaður frá 2008 og til dagsins í dag ásamt því að lánaumhverfi á Íslandi er skoðað. Að lokum er farið yfir lánamöguleika sem í boði eru ásamt greiðslumati, vanskilum og endurfjármögnun því það voru mikilvægir þættir í því sem gekk á í Bandaríkjunum í aðdraganda hrunsins. Niðurstöður ritgerðarinnar eru á þá leið að töluverð líkindi eru með íslenska markaðnum í dag og Bandaríkjamarkaði í aðdraganda hrunsins, þrátt fyrir einhvern mismun. Þó er nær ómögulegt að segja með fullri vissu til um í hvaða átt markaðurinn stefnir. Hvort hann hrynji bráðlega, hrynji eftir þrjú til fimm ár vegna óæskilega lágra vaxta sem einstaklingar festu á lánum sínum eða komi hreinlega ekki til með að hrynja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð PDF.pdf | 1.21 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman skil pdf.pdf | 158.24 kB | Lokaður | Yfirlýsing |