is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40730

Titill: 
  • Stytting vinnuvikunnar. Aðdragandi að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og áhrif þess á framkvæmd styttingu vinnuvikunnar hjá stéttarfélögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er heimildaritgerð um styttingu vinnuvikunnar hérlendis og þeirri styttingu sem hefur átt sér stað undanfarinn ár. Ritgerðin fer ítarlega í sögu vinnumarkaðarins og skýrir forsendur þess að verkalýðsfélög komu til sögunnar í upphafi 20. aldar. Í ritgerðinni má finna upplýsingar um baráttumál verkalýðsfélagana og hvaða afleiðingar þau mál höfðu á vinnuvikuna. Megin efni ritgerðarinnar er hvað olli þess að umræðan um styttri vinnuviku fór af stað, hvaða ávinninga einstaklingar og samfélagið hafa öðlast og einnig hvernig einstök stéttarfélög framkvæmdu styttingu vinnuvikunnar fyrir félagsmenn sína.
    Stuðst hefur verið við skýrslur um tilraunaverkefni sem fór af stað árið 2015, en Reykjavíkurborg framkvæmdi tilraun við að stytta vinnuvikuna á tveimur vinnustöðum. Rannsóknir sem gerðar voru út frá tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar sýndu fram á aukna framleiðni starfsmanna, einnig þau jákvæðu áhrif sem aukin frítími hafði á andlegu og líkamlegu heilsu starfsmanna. Niðurstöður úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar hafa greint öll helstu áhrif styttingu vinnuvikunnar eins og hún er þekkt í dag, en þær greinar eru mikilvægar til þess að meta framtíðarsýn vinnuvikunnar og vinnutíma.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að jafnvel stutt stytting á vinnuvikunni hefur jákvæðar afleiðingar fyrir starfsmenn og fyrirtæki, auk þess hefur stytting vinnuvikunnar víðtækari áhrif á samfélagið í heild. Stytting vinnuvikunnar hefur í för með sér skipulagsbreytingar sem þörf er á að framkvæma rétt til þess að viðhalda sömu framleiðni, en skipulagsbreytingar voru einnig lykillinn að því að stytta vinnuvikuna hjá vaktavinnufólki, þar sem flækjustigið við að stytta vinnuvikuna var meira sökum óhefðbundna vinnutíma. Helstu stéttarfélög hérlendis framkvæmdu styttingu vinnuvikunnar á fremur sambærilegan hátt, sem stuðlar að jafnrétti á vinnumarkaði. Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að kröfur frá samfélaginu hafa áhrif á ákvarðanatöku og starfsemi stéttarfélaga, en einnig hve ferlið við að koma af stað breytingum í kjarasamningum er tímafrekt og því ekki auðsjáanlegt að tekið sé tillit til samfélagskröfur.

Samþykkt: 
  • 2.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Emilía Sæberg, Ritgerð.pdf363.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_0209 2.pdf231.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF