Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40731
Fasteignaverð á Íslandi hefur hækkað mikið á síðustu árum og samkvæmt Snorra Jakobssyni forstjóra Jakobsson Capital, hefur raunverð fasteigna hækkað um 102 % á síðustu níu árum. Það þýðir að árleg meðalhækkun fasteigna er um 7,3 % á þessu tímabili (Ómar Óskarsson, 2022). Þessar miklu hækkanir munu því hafa áhrif á fasteignakaupendur og þá sérstaklega fyrir þá sem eru reyna koma sér á fasteignamarkaðinn. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa ekki keypt fasteign áður eða fyrstu kaupendur. Fasteignakaup eru stór fjárfesting fyrir flesta á lífsleiðinni og það eru mörg atriði sem þarf að huga að áður en fasteign er keypt. Því er enn mikilvægara fyrir fyrstu kaupendur að kynna sér þessi atriði vel þar sem þeir hafa minni þekkingu á fasteignakaupum en þeir einstaklingar sem hafa áður keypt fasteign.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar sýna mikilvægi þess að fyrstu kaupendur kynni sér vel og tímanlega þau atriði sem þarf að hafa í huga áður en fasteign er keypt. Það að spara og leggja fyrir er eitt af þeim atriðum sem hjálpar fyrstu kaupendum að eignast fasteign. Því meira eigið fé sem fyrstu kaupendur hafa milli handanna við fyrstu fasteignakaup því minna lán þurfa þeir að taka og auðveldara verður að komast í gegnum greiðslumat. Séreignasparnaður er dæmi um sparnað sem fyrstu kaupendur geta nýtt sér. Flestir fyrstu kaupendur þurfa að taka húsnæðislán fyrir hluta af kaupverði fasteignar og því þurfa þeir að kynna sér vel og vandlega alla lánamöguleika sem og hvernig lán virka. Til að mynda, kynna sér mun á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum sem og á jöfnum afborgunum og jöfnum greiðslum. Einnig þurfa þeir að skoða hvernig aðstæður á fasteignamarkaði eru hverju sinni og hvort það séu kauptækifæri eða hvort betra sé að bíða og safna meira eigið fé. Þetta eru dæmi um þau atriði sem fyrstu kaupendur þurfa að hafa í huga og verður fjallað ítarlega um þau í ritgerðinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fyrstu íbúðarkaupendur. Hvað þarf að hafa í huga? -Hilmar Jóhannsson.pdf | 459.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman-yfirlýsing - Hilmar.pdf | 187.68 kB | Lokaður | Yfirlýsing |