is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40733

Titill: 
 • ,,Það er ágætt, stelpan talar bara!" - Ástæður þess að konur ákveða að hætta í sveitarstjórnum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Ritgerðin fjallar um ástæður þess að konur á svæði SSNE taka þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í sveitarstjórn. Á landsvísu hefur verið mikil endurnýjun fulltrúa í sveitarstjórnum. Árið 2018 hættu 146 konur í sveitarstjórnum landsins, tæp 66% þeirra sem kjörnar voru 2014. Karlar sem hættu 2018 voru 150 (53,2%) þeirra karla sem kjörnir voru 2014. Þarna er greinilegur kynjamunur á, en hverjar eru ástæðurnar? Markmið þessarar rannsóknar er að greina þær ástæður sem liggja að baki ákvörðun kvenna að hætta störfum í sveitarstjórn.
  Ritgerðin skiptist í 7 kafla. Fjallað er um íslensk sveitarfélög almennt og fulltrúa í sveitarstjórnum, stöðu þeirra og skyldur. Fræðileg umfjöllun um viðfangsefnið og umræða um mögulegar ástæður fyrir því að konur ákveða að gefa ekki kost á sér aftur. Sveitarfélög á svæði SSNE eru kynnt og fjallað um brottfall sveitarstjórnarfulltrúa á svæðinu. Farið er yfir niðurstöður rannsóknarinnar vitnað í viðmælendur með beinum og óbeinum hætti. Að endingu eru umræður og lokaorð þar sem niðurstöður eru ræddar og rannsóknarspurningum svarað.
  Rannsóknin er tilviksrannsókn (e. case study). Notuð er blanda eigindlegra og megindlegra rannsóknaraðferða. Notast er við „skýrandi raðsnið“ (e. explanatory sequential design), þar sem megindlegra gagna er fyrst aflað (þ.e. tölfræðigagna með spurningakönnun), svo er þeim fylgt eftir með viðbótargagnaöflun frá minna úrtaki, þar sem eigindlegra gagna er aflað með djúpviðtölum.
  Helstu niðurstöður eru þær að kulnunarhætta vegna álags er meginstefið í ákvörðun kvennanna. Álagið skapast vegna margra ólíkra þátta. Sumir eru tengdir starfsumhverfi sveitarstjórnarfulltrúans. Aðrir þættir eru tengdir togstreitu milli fjölskyldulífs og atvinnu. Í þriðja lagi er það áreitið og áreitnin sem hefur mikil áhrif.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this paper is to find out the reasons why women in the Northeast region of Iceland decide not to seek re-election to local governments. The renewal of representatives in local governments has been significant in the last elections. In 2018, a total of 146 women left local governments in Iceland, close to 66% of the women who were elected in 2014. The corresponding figure for men that decided not to seek re-election in 2018, was 150 (53,2%) of those who were elected in 2014. There is a significant difference between the ratio of men and women that decide not to seek re-election, but what are the reasons for this difference? The aim of this research is to diagnose the reasons behind the choice that female representatives make to leave local governments.
  This paper is divided into 7 chapters. Icelandic local municipalities are discussed in general, as well as the status and obligations of representatives of local governments. Academic coverage of the subject follows, with a discussion about possible reasons as to why women decide to leave local governments. The municipalities in Northeast Iceland are presented and the dropout of local representatives in the area is discussed. The results of the research are covered and interviewees quoted, both directly and indirectly. Finally, there are discussions and closing words where the outcome of the research is discussed and the research questions answered.
  The research is a case study, where a mixture of qualitative and quantitative methods is used. Explanatory sequential design is used, where quantitative data is first collected (i.e. statistical data collected with a questionnaire), followed by further collection of data from a smaller sample, where qualitative data is collected with interviews.
  The main conclusion is that the risk of burnout is the primary reason women decide to leave local governments. There are many different factors that contribute to creating stress on women in local governments. Some of those factors are related to the working environment while other factors are related to tensions that form between work and family life. The third factor that is of much significance is the interruption and harassment that women in local governments must endure.

Samþykkt: 
 • 2.5.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40733


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing skemma ÁFF.pdf429.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MPA-Opinber-stjórnsýsla Ásta F.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna