is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40743

Titill: 
  • Covid-19 og umhverfisvitund. Hefur Covid-19 faraldurinn áhrif á umhverfisvitund fólks?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Árin 2020 og 2021 munu seint gleymast því þá blossaði upp einn stærsti heimsfaraldur sem núverandi kynslóðir hafa kynnst, Covid-19. Faraldurinn herjaði á öll lönd heimsins og stjórnvöld um allan heim gripu til umfangsmikilla aðgerða, eins og útgöngubönn, til að reyna minnka útbreiðslu veirunnar. Nú eru rúmlega tvö ár síðan faraldurinn byrjaði og benda rannsóknir til þess að hann gæti haft góð áhrif á umhverfið vegna breytinga á hegðun fólks sem hafa valdið minna álagi á vistkerfi jarðar. Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða hvort umhverfisvitund fólks, sem og hegðun þess gagnvart umhverfinu, hafi breyst með tilkomu Covid-19. Á meðan mannfólkið hélt sig heima voru augljósar jákvæðar breytingar í umhverfinu eins og hreinna loft í borgum. Svo virðist vera að þegar mannfólkið sér eitthvað með eigin augum, eins og hreinna loft, að það sé viljugra til að breyta hegðun sinni og bæta umhverfisvitund sína. Rannsóknir benda þó til þess að fólk eigi almennt erfitt með að breyta hegðun sinni þegar hún er rótgróin í daglegri rútínu þess. Umhverfisfræðsla er talin vera ein besta leiðin til að fræða almenning um mikilvægi góðrar hegðunar gagnvart umhverfinu og vilja kennarar að hún fari fram úti, þar sem útivera er annar lykilþáttur í að stuðla að aukinni umhverfisvitund hjá fólki. Með aukinni umhverfisvitund breytist neysluhegðun fólks og eftir Covid-19 sagðist fólk ætla byrja að stunda umhverfisvænni neysluhegðun. Niðurstöður benda þess vegna til að það sé jákvæð fylgni á milli Covid-19 og aukinnar umhverfisvitundar, þótt erfitt sé að rannsaka og staðfesta óyggjandi hegðunarbreytingu hjá fólki.

Samþykkt: 
  • 2.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Covid-19 og umhverfisvitund.pdf455.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
130921Skannad skjal 130922.pdf290.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF