is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40744

Titill: 
  • Að fylgja flæðinu? Alþjóðastraumar í dagskrárgerð íslenska ríkisins í umhverfismálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aukin áhersla hefur verið lögð á umhverfismál af hálfu ríkisstjórnar Íslands síðastliðin ár. Ísland skrifaði undir Parísarsamninginn árið 2015, sem er bindandi samningur á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar þeirrar undirskriftar þá vakna ýmsar spurningar, til að mynda hvernig hafi staðið á þessum auknum áherslum á umhverfismál? Kemur þessi aukna áhersla ríkisins á málaflokknum að eigin frumkvæði þess? Erum við ef til vill brautryðjendur í sjálfbærni eða fylgjum við bara flæðinu? Í þessari ritgerð er rannsakað hvernig umhverfismál komast á dagskrá íslenskra stjórnvalda og að hvaða leyti alþjóðastofnanir hafa áhrif á þá dagskrárgerð. Notað er greiningarlíkan John W. Kingdons til að skilja og útskýra hvernig tiltekin stefna komst til framkvæmda. Helstu niðurstöður ritgerðar eru þær að umhverfismál komust á dagskrá stjórnvalda m.a. með auknum áhuga almennings, en þó aðallega vegna breytinga innan raða valdhafa við kosningarnar 2017 og þar gegndi þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson veigamiklu hlutverki. Ríkisstjórn Íslands hefur lítið frumkvæði þegar kemur að loftslagsmálum, en meira að öðrum umhverfismálum svo sem náttúruvernd. Alþjóðastofnanir hafa mjög mikil áhrif á dagskrá íslenskra stjórnvalda og hafa t.a.m. öll lög er varða loftslagsmál orðið fyrir áhrifum frá þeim.

Samþykkt: 
  • 2.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að fylgja flæðinu - Aron Sveinsson.pdf508.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf85.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF