is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40745

Titill: 
  • Er tryggð tvístefnu stræti?
  • Titill er á ensku Is loyalty a two-way street?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vörumerkjatryggð er óáþreifanleg hegðun sem sýnir fram á jákvæða tengslamyndun neytanda við tiltekna vöru eða vörumerki. Þeir neytendur sem eru tryggir ákveðnu vörumerki sýna fram á síendurtekin kaup þrátt fyrir tilraunir annarra vörumerkja til að lokka þá til sín. Flest rótgróin tískufatavörumerki eru hluti af mjög virkum samkeppnismarkaði þar sem óteljandi framleiðendur keppast við hvorn annan á markaði þar sem erfitt er að aðgreina vörur og verð. Fyrir vikið reyna framleiðendur að skapa vörumerkjatryggð meðal neytanda sinna en sá þáttur sem vegur mest í uppbyggingu vörumerkjatryggðar á tískufatamarkaðnum er það sem kannað verður. Í þessari ritgerð er rannsakað hvaða þættir það eru sem einstaklingum á Íslandi finnst vega þyngst þegar kemur að uppáhalds vörumerkinu þeirra á tískufatamarkaðnum.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að vörumerkjatryggð er svo sannarlega til staðar á Íslandi. Meirihluti svarenda hefur mælt með uppáhalds vörumerkinu sínu og þeir þættir sem svarendum finnast mikilvægastir eru hönnun og útlit, nýtni og líftími og gæði. Þetta bendir til þess að áþreifanleg einkenni vörunnar skipta minna máli heldur en óáþreifanlegir þættir eins og persónuleg þjónusta, tíska og persónuleiki. Niðurstöðurnar leiddu enn fremur í ljós jákvætt samband milli samfélagslegrar ábyrgðar og aldurs. Skynditíska er að mestu leyti nýtt í kaup á nauðsynlegum fatnaði eins og hvítum bolum og nærfatnaði. Ekki eru margir sem skilgreina sig sem hluta af vörumerkjasamfélagi þrátt fyrir að telja sig vera tryggir ákveðnuvörumerki. Þetta gefur til kynna að styrkur tryggðarinnar er mismikill meðal þátttakenda. Niðurstöður sýndu að yfirburða meirihluti myndi halda áfram að versla við uppáhalds vörumerkið sitt ef það myndi taka allar merkingar af fatnaði sínum. Þetta gefur til kynna að vörumerkjamerkingar séu ekki jafn mikilvægar og fræðin hafa gefið til kynna.

Samþykkt: 
  • 2.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er tryggð tvístefnu stræti-FINAL.pdf942.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_SECURED.pdf194.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF