is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4075

Titill: 
  • Áhrif byggðastyrkja Evrópusambandsins á strjálbýlar byggðir nyrstu héraða Finnlands og hugsanleg áhrif aðildar á sveitarfélög og sveitarstjórnarstig á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar rannsóknar er að meta áhrif byggðaverkefna í nyrstu héruðum Finnlands. Annarsvegar eru rannsökuð áhrif á stjórnsýslu og byggðastefnu Finnlands og hinsvegar hvort byggðaverkefni sem norður- og austurhluti Finnlands hafa tekið þátt í til þessa hafi skilað viðhlítandi árangri.
    Jafnframt eru metin hugsanleg áhrif Evrópusambandsaðildar á Ísland og þá einkum sveitarfélög og sveitarstjórnarstig.
    Í ritgerðinni er stuðst við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Gagnasöfnun fór fram með lestri og greiningu fyrirliggjandi gagna (e. document analyses) sem tengdust viðfangsefni ritgerðarinnar auk þess sem tekin voru viðtöl við einstaklinga sem höfðu reynslu og þekkingu á rannsóknarefninu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess annarsvegar, að þátttaka í byggða-verkefnum hafi leitt til Evrópuvæðingar byggðastefnu og stjórnsýslu Finnlands með þeim breytingum og þeirri aðlögun sem átt hefur sér stað vegna verkefnanna. Helsta breytingin er sú valdatilfærsla sem orðið hefur frá ríki til sveitar þar sem ábyrgð á byggðaþróun hefur verið komið í hendur héraðanna. Hins vegar, benda niðurstöður til þess að árangur byggðaverkefnanna sjálfra sé góður þó verkefnin ein og sér hafi ekki nægt til að sporna við þeim vandamálum sem fylgja strjálbýli norðurhéraða Finnlands svo sem atvinnuleysi og brottflutningi.
    Að lokum benda niðurstöður til þess að aðild Íslands að Evrópusambandinu hafi hugsanlega mikla þýðingu fyrir sveitarfélög landsbyggðarinnar. Með aðild að Evrópu-sambandinu mun til dæmis opnast aðgangur að uppbyggingarsjóðum Evrópu-sambandsins en ljóst er að vegna strjálbýlis síns, veðurfars og norðlægrar legu mun Ísland eiga rétt á töluverðum fjármunum úr byggðasjóðunum líkt og Finnar hafa fengið. Niðurstöður benda einnig til þess að óbein áhrif aðildar gætu orðið þau að sveitarfélög á Íslandi sæju sér hag í að sameinast til að geta nýtt betur þau sóknarfæri sem gefast innan Evrópusambandsins

Samþykkt: 
  • 29.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hildur_bjornsdottir_lokaritgerd_fixed.pdf951.95 kBOpinnRitgerðin öllPDFSkoða/Opna