is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40751

Titill: 
  • Helstu hindranir kvenna í stjórnendastöður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Konur hafa verið þýðingarmiklir þátttakendur í sögu sjávarútvegsins og hafa í tíma og ótíma staðið og stutt við íslenskar útgerðir. Úr þeim gögnum og rannsóknum sem til eru um sjávarútveginn sjáum við aftur og aftur að konur eru í miklum minnihluta í stjórnunarstöðum og að greininni sé lýst sem karllægri atvinnugrein. Í þessari ritgerð verður fjallað um kenningar, hugtök, sögu og fyrri rannsóknir á sviði kynjajafnréttis og sjávarútvegs. Samkvæmt nýrri rannsókn kemur í ljós að í einungis 16,6% sjávarútvegsfyrirtækja starfa konur sem æðsti stjórnandi. Ljóst að því ofar sem farið er í skipuriti fyrirtækjanna fækkar hlutfalli kvenna. Þetta leiðir til þess að mikilvægar ákvarðanir eru teknar af körlum og konurnar verða meira útilokaðar. Stafar þetta af áratuga löngum staðalímyndum innan greinarinnar sem hefur áhrif á starfsframa kvenna. Skortur tengslanets og sýnileika kvenfyrirmynda veldur því einnig að erfitt er fyrir konur að ná í æðstu stjórnendastöður í íslenskum sjávarútvegi.

Samþykkt: 
  • 3.5.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40751


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Agnes 2022 pdf.pdf1.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf53.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF