Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40755
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sér um ákvörðun stýrivaxta og aðhald í peningamálum á Íslandi. Eftir krefjandi tíma undanfarið vegna Covid-19 farsóttarinnar eru efnahagsleg eftirköst farsóttarinnar að byrja að sýna sig í hækkandi verðbólgu, meiri skuldsetningu einstaklinga og hækkandi verðlagi. Seðlabankinn býr yfir nokkrum tækjum til þess að hafa áhrif á fjármálamarkaði og hafa stjórn á hagkerfinu. Öll þessi tæki hafa mismikil áhrif á hagkerfið og koma áhrif þeirra fram á mismunandi tíma og því þarf peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að beita þeim með framtíðarhorfur í huga. Fjármálafyrirtæki eru þær stofnanir sem tengja saman flesta fjármálamarkaði á Íslandi og því eru fjármálafyrirtækin miðlunarleið fyrir ákvarðanir peningastefnunefndarinnar.
Vaxtabreytingar Seðlabankans hafa víðtæk áhrif á hagkerfið og eru stýrivextir því ákveðinn grunnur í verðlagningu á Íslandi. Miðlunarferli peningastefnunnar hefst allt með breytingu á stýrivöxtum og á endanum hefur þessi breyting áhrif á gengi innlends gjaldmiðils, útgjaldaákvarðanir einstaklinga, verðlag, verðbólgu og fleiri hagstærðir.
Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir stjórntækjum Seðlabanka Íslands og hvernig þau hafa áhrif á mismunandi þætti hagkerfisins. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands verður tekin fyrir og fjallað lauslega um hana þar sem hún sér um beitingu stjórntækja Seðlabankans. Að lokum verður útskýrt hvernig miðlunarferli peningastefnunnar virkar og hversu langan tíma það tekur fyrir áhrif stýrivaxtabreytinga að koma fram í hagkerfinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð Sölvi Steinn - Tengsl stýrivaxta Seðlabanka Íslands við ýmsar hagstærðir.pdf | 11.57 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
IMG_3927.pdf | 16.37 MB | Lokaður | Yfirlýsing |