Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40762
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna þær hindranir sem komu upp þegar stytting vinnuvikunnar var innleidd þann 1. maí 2021 hjá einstaklingum í vaktavinnu. Jafnframt var markmiðið að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og lögreglumanna varðandi tillögur að breytingum á styttingunni. Í þessari rannsókn var eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt þar sem tekin voru alls átta viðtöl. Í ljós komu fimm þemu við greiningu gagnanna, þau eru: Fjölskyldulífið, jákvæð upplifun, neikvæð upplifun, vaktahvati og áhrif á val vinnustaðar.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á það að upplifun viðmælenda er að mestu leyti einfaldlega slæm og jók ekki lífsgæði þeirra eins og markmiðið með styttingu vinnuvikunnar var lagt upp með í upphafi. Það sem stóð mest upp úr var hversu fáir viðmælendur ná vaktahvatanum og hversu lítið hvetjandi hann er ásamt því að mikil mannekla skapaðist á vinnustöðum, meirihluti viðmælenda voru einnig að vinna mjög mikla yfirvinnu í aukavinnu. Niðurstöður gefa til kynna að það þarf meira fjármagn inn til þess að mæta þessum aukna fjölda stöðugilda sem myndaðist við innleiðingu styttingarinnar. Rannsakandi dregur þá ályktun að betri útfærslu þurfi fyrir einstaklinga í vaktavinnu.
Verkefnið hefst á fræðilegu yfirliti um þá stöðu á vinnumarkaði sem var fyrir breytinguna. Í seinni hluta verkefnisins kemur rannsóknarhlutinn, í upphafi hans er farið yfir aðferð rannsóknarinnar, svo koma niðurstöður sem eru að lokum dregnar saman í umræðukaflanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Edda_Maria_Birgisdottir_MS_Ritgerd.pdf | 743.79 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Lokaverkefni.pdf | 111.71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |